„Þetta er enginn fullnaðarsigur“ 19. september 2008 15:30 Sú ákvörðun ljósmæðra og fjármálaráðherra að fallast á miðlunartillögu ríkissáttasemjara um kjarabætur til handa ljósmæðrum þýðir að verkföllum ljósmæðra, sem boðuð höfðu verið í næstu og þarnæstu viku, er aflýst. Þá hættir fjármálaráðherra við að stefna ljósmæðrum fyrir félagsdóm vegna meintra ólögmætra uppsagna. Mikill meirihluti ljósmæðra samþykkti tillöguna sem felur í sér að laun ljósmæðra hækka um 22,6 prósent, en ljósmæður fóru fram á 25 prósenta hækkun. Vísir náði tali af Guðlaugu Einarsdóttur, formanni Ljósmæðrafélags Íslands, þegar búið var að fagna niðurstöðunni með hefðbundnum samningavöfflum hjá ríkissáttasemjara. Guðlaug segir ljósmæður fegnar að niðurstaða sé komin í málið. „En þetta er enginn fullnaðarsigur. Þetta er eitt stórt skerf á lengri leið sem við höldum áfram og miðar að því að leiðrétta kjör okkar," sagði Guðlaug. Þráðurinn verði tekinn upp þegar samningurinn við ríkið rennur út í lok mars á næsta ári. Samningaviðræður ljósmæðra við ríkið hafa staðið frá því um miðjan apríl og mikið hefur mætt á forystu félagsins. Aðspurð um hennar líðan eftir törnina segir Guðlaug: „Fjögurra ára dóttir mín sagði við mig í morgun að hana hefði dreymt að ég væri í vinnunni og ég held að það segi allt sem segja þarf um álagið," segir Guðlaug. Ljósmæður ætla að gera sér glaðan dag í kvöld og fjölmenna á sýninginu á myndinni Mamma Mia sem notið hefur gríðarlegra vinsælda hér á landi. Guðlaug segir von á yfir 100 ljósmæðrum í kvöld og aðspurð á hún von á því að þær taki vel undir með leikurum myndarinnar þegar þeir bresta í söng. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Sú ákvörðun ljósmæðra og fjármálaráðherra að fallast á miðlunartillögu ríkissáttasemjara um kjarabætur til handa ljósmæðrum þýðir að verkföllum ljósmæðra, sem boðuð höfðu verið í næstu og þarnæstu viku, er aflýst. Þá hættir fjármálaráðherra við að stefna ljósmæðrum fyrir félagsdóm vegna meintra ólögmætra uppsagna. Mikill meirihluti ljósmæðra samþykkti tillöguna sem felur í sér að laun ljósmæðra hækka um 22,6 prósent, en ljósmæður fóru fram á 25 prósenta hækkun. Vísir náði tali af Guðlaugu Einarsdóttur, formanni Ljósmæðrafélags Íslands, þegar búið var að fagna niðurstöðunni með hefðbundnum samningavöfflum hjá ríkissáttasemjara. Guðlaug segir ljósmæður fegnar að niðurstaða sé komin í málið. „En þetta er enginn fullnaðarsigur. Þetta er eitt stórt skerf á lengri leið sem við höldum áfram og miðar að því að leiðrétta kjör okkar," sagði Guðlaug. Þráðurinn verði tekinn upp þegar samningurinn við ríkið rennur út í lok mars á næsta ári. Samningaviðræður ljósmæðra við ríkið hafa staðið frá því um miðjan apríl og mikið hefur mætt á forystu félagsins. Aðspurð um hennar líðan eftir törnina segir Guðlaug: „Fjögurra ára dóttir mín sagði við mig í morgun að hana hefði dreymt að ég væri í vinnunni og ég held að það segi allt sem segja þarf um álagið," segir Guðlaug. Ljósmæður ætla að gera sér glaðan dag í kvöld og fjölmenna á sýninginu á myndinni Mamma Mia sem notið hefur gríðarlegra vinsælda hér á landi. Guðlaug segir von á yfir 100 ljósmæðrum í kvöld og aðspurð á hún von á því að þær taki vel undir með leikurum myndarinnar þegar þeir bresta í söng.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira