Innlent

Laugardagur er hjóladagur fjölskyldunnar

Hjóladagur fjölskyldunnar er laugardaginn 20. september á Evrópskri samgönguviku sem nú stendur sem hæst.

Hjólalestir frá Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Mosfellsbæ, Grafarvogi, Elliðaárdal og Vesturbæjarlaug hjóla saman frá Nauthólsvík klukkan 13.45 að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Felix Bergsson leikari tekur á móti þeim.

Hópurinn fylgist síðan með Tjarnarsprettinum sem er árviss viðburður á Samgönguviku. Þaulvanir keppnismenn í hjólreiðum keppa þar á götuhjólum hringinn í kringum Tjörnina í Reykjavík.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur kynnir svo starfsemi sína og hjólafærni á skjám í Ráðhúsinu og nýjum hjólastígakortum með öllum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.verður dreift ókeypis. Auðvelt er að verjast rigningunni með hlífðarfötum.

Hjólreiðamenn og fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu geta kynnt sér hvar og hvenær lagt verður af stað á hjóldeginum á slóðinni reykjavik.is/samgönguvika.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×