Guðni: Flokksþing ákveður stefnuna í Evrópumálum Magnús Már Guðmundsson skrifar 19. september 2008 14:11 Guðni Ágústsson er formaður Framsóknarflokksins. Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni." Birkir Jón Jónsson þingmaður, Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi þingmaður og Páll Magnússon bæjarritari Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur hvetja í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær til þess að efnt verði í seinsta lagi í maí á næsta ári til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Umræðan um evru og Evrópumál mun reyna meira á alla stjórnmálaflokka á næstu mánuðum, að mati Guðna sem segir að fleiri flokkar en Framsóknarflokkurinn verði að kanna kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. ,,Það er alveg morgunljóst að með stöðu efnahagsmála í miklum ólestri og óðaverðbólgu eins og er á Íslandi og um allan heim þá höfum við enga samningsstöðu í tengslum við Evrópusambandsaðild eða upptöku evru," segir Guðni og bætir við að Framsóknarflokkurinn hafi ályktað um að slíkt gerist ekki í veikleika heldur styrkleika. Guðni bendir jafnframt á að ekki sé til nein löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur enda hafi síðast farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla við stofnun lýðveldisins. Á næstunni hyggst Framsóknarflokkurinn standa fyrir ráðstefnu með fræðimönnum þar sem farið verður yfir stjórnarskránna og hvernig staðið verður að þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni. ,,Nútíminn kallar á að þjóðin sé spurð oftar en verið hefur," segir Guðni. Í ræðu á miðstjórnarfundi í maí sagði Guðni a gagnlegt væri að spyrja flokksfélaga í póstkosningu út í viðhorfið þeirra til Evrópumálanna. Aðspurður hvort það verði gert segir Guðni: ,,Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá en það væri mjög fróðlegt að kanna hug flokksmanna á allan hátt. Við höldum áfram að skoða framtíð Íslendinga á öllum sviðum og ræða málin innan flokksins." Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01 Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stefna Framsóknarflokksins í Evrópumálum er ákveðin á flokksþingi, segir Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokkins. Hugmynd hóps meðal yngri forystumanna flokksins varðandi kosningar um aðildarviðræður hefur hvorki verið rædd í stjórn flokksins né þingflokknum, að sögn Guðna. ,,Þetta er það stórt mál og stór ákvörðun að hún verður ekki tekin nema að flokksþing komi að henni." Birkir Jón Jónsson þingmaður, Sæunn Stefánsdóttir ritari Framsóknarflokksins og fyrrverandi þingmaður og Páll Magnússon bæjarritari Kópavogs og fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur hvetja í grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær til þess að efnt verði í seinsta lagi í maí á næsta ári til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Umræðan um evru og Evrópumál mun reyna meira á alla stjórnmálaflokka á næstu mánuðum, að mati Guðna sem segir að fleiri flokkar en Framsóknarflokkurinn verði að kanna kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu. ,,Það er alveg morgunljóst að með stöðu efnahagsmála í miklum ólestri og óðaverðbólgu eins og er á Íslandi og um allan heim þá höfum við enga samningsstöðu í tengslum við Evrópusambandsaðild eða upptöku evru," segir Guðni og bætir við að Framsóknarflokkurinn hafi ályktað um að slíkt gerist ekki í veikleika heldur styrkleika. Guðni bendir jafnframt á að ekki sé til nein löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslur enda hafi síðast farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla við stofnun lýðveldisins. Á næstunni hyggst Framsóknarflokkurinn standa fyrir ráðstefnu með fræðimönnum þar sem farið verður yfir stjórnarskránna og hvernig staðið verður að þjóðaratkvæðagreiðslum í framtíðinni. ,,Nútíminn kallar á að þjóðin sé spurð oftar en verið hefur," segir Guðni. Í ræðu á miðstjórnarfundi í maí sagði Guðni a gagnlegt væri að spyrja flokksfélaga í póstkosningu út í viðhorfið þeirra til Evrópumálanna. Aðspurður hvort það verði gert segir Guðni: ,,Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það ennþá en það væri mjög fróðlegt að kanna hug flokksmanna á allan hátt. Við höldum áfram að skoða framtíð Íslendinga á öllum sviðum og ræða málin innan flokksins."
Tengdar fréttir Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01 Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður vorið 2009 Miklir erfiðleikar blasa við í íslensku efnahagslífi nú um stundir og ljóst að fram undan eru vandasöm viðfangsefni fyrir almenning og atvinnulífið í landinu. 18. september 2008 00:01
Vilja akvæðagreiðslu um aðildarviðræður Þingmaður, fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Framsóknarflokksins hvetja til þess að lagt verði í þjóðaratkvæði næsta vor hvort Íslendingar eigi að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þar með taka þau undir aðferðarfræði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. 18. september 2008 12:41