Innlent

Helmings samdráttur í sölu dráttarvéla

Helmingi færri dráttarvélar hafa selst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þá seldust 242 dráttarvélar en í ár voru þær ekki nema 116.

Í fyrra seldust alls 356 dráttarvélar en efast er um að þær verði 200 á þessu ári.

Bændablaðið segir að fyrir þessu séu sjálfsagt ýmsar ástæður. Væntanlega ráði þó þar mestu afkoma bænda, verktaka og annarra sem nota dráttarvélar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×