Innlent

Tæki skemmdust í eldi í Kópavogi

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Þrír slátturvélatraktorar og að minnsta kosti einn pallbíll skemmdust í eldi á athafnasvæði Garðlistar í iðnaðarhverfi í vesturbæ Kópavogs í nótt.

Töluverður eldur logaði í tækjunum þegar slökkvilið kom á vettvang klukkan rúmlega fjögur, en slökkvistarf gekk vel og náði eldur ekki að læsa sig í nálægt hús. Engin starfsmaður fyrirtækisins hafði verið að vinna á svæðinu um helgina og eru eldsupptök ókunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×