Innlent

Tíð laxveiðimet á suðvesturlandi

Veiðimet eru sett í hverri laxveiðiánni af annarri á suðvesturlandi, en veiðitímanum er víðast hvar að ljúka.

Liðlega þrjú þúsund laxar hafa veiðst í Norðurá, sem er umþaðbil 270 löxum fleira en nokkru sinni fyrr, veiðin í Haffjarðará nálgast tvö þúsund laxa sem er umþaðbil 700 löxum yfir fyrra meti og veiðin í Ytri- Rangá nálgast tólf þúsund laxa,sem er hátt í sex þúsund löxum fleira en í fyrra metári. Veiðin þar byggist á seiðasleppingum, þannig að endurheimtan er óvenju góð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×