Innlent

Nokkuð færri á bíl á bíllausa deginum

MYND/Anton Brink

Svo virðist sem borgarbúar hafi tekið áskorun borgaryfirvalda um að nýta aðra fararkosti en bílinn í dag því um 2600 færri bílar óku um Ártúnsbrekku og Sæbraut milli klukkan sjö og níu í morgun en á sama tíma í síðustu viku.

Fram kemur á vef umhverfis- og samgöngusviðs að lokadagur evrópskrar samgönguviku sé í dag og voru íbúar í tvö þúsund borgum hvattir til að hvíla bílinn og nýta aðra samgöngumáta eins og strætó, reiðhjól og tvo jafnfljóta. Reykjavík tekur nú þátt í bíllausa deginum eftir nokkur hlé og eftir því sem Pálmi Freyr Randversson, verkefnastjóri Samgönguviku, segir er vonast til að þátttaka almennings aukist á næstu árum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×