Innlent

Dæmdur fyrir þjófnað úr bíl

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa farið inn í bíl þar sem hann stóð á bílastæði við Sundhöll Hafnarfjarðar í maí og stolið úr honum ýmsum munum.

Þar á meðal var geislaspilari, radarvari, farsími, sjónauki og sjúkrakassi. Maðurinn kom fyrir dóm og játaði á sig þjófnaðinn. Hann á að baki nokkurn sakaferil og rauf hann skilorð með þessu afbroti sínu. Var tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×