Innlent

Stolin borvél auglýst til sölu á Barnalandi

Þessi borvél tengist fréttinni ekki.
Þessi borvél tengist fréttinni ekki. MYND/howstuffworks.com

Lögreglan á Selfossi greinir frá heldur óvenjulegu máli í dagbók sinni. Maður hafði samband við lögreglu og greindi frá því að borvél hefði verið stolið frá honum og hann svo séð hana auglýsta á vefsíðunni barnaland.is.

Lögregla fór til þess sem hafði auglýst borvélina. Sá viðurkenndi að hafa farið inn í fyrirtæki í Þorlákshöfn og tekið borvélina. Ástæðuna kvað hann þá að fyrirtækið þar sem borvélin var skuldaði honum peninga. Maðurinn greindi í framhaldinu frá því að í ljós hefði komið að borvélin hefði ekki hentað í verkefni hans og svo hitt að hann hefði uppgötvað að hann hefði farið húsavillt þegar hann stal vélinni. Meintur skuldari var í næsta húsi við hliðina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×