Innlent

Verklagsreglur um hvernig lýsa skuli eftir sakamönnum

Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri.
Haraldur Johannessen er ríkislögreglustjóri. MYND/E.Ól
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið að setja verklagsreglur um hvernig lýsa skuli eftir sakamönnum sem ætlaðar eru fyrir lögreglustjóra. Hefur Ríkislögreglustjóri því skipað starfshóp undir forystu embættisins til þess að gera drög að slíkum verklagsreglum.

Starfshópinn skipa:

Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun

Friðrík Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu

Hulda Elsa Björgvinsdóttir saksóknari hjá Ríkissaksóknara

Jón Pétur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum

Smári Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá alþjóðadeild ríkislögreglustjóra

Thelma Cl. Þórðardóttir, löglærður fulltrúi ríkislögreglustjóra, og formaður starfshópsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×