Innlent

Í varðhald vegna bílþjófnaðar og innbrota

MYND/KK

Karlmaður og kona hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna gruns um að hafa stolið bíl og brotist inn á nokkrum stöðum.

Lögreglan á Akureyri handtók fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri, á föstudag vegna gruns um að þau hefðu stolið bíl. Við rannsókn málsins kom í ljós að þau höfðu einnig í byrjun mánaðarins brotist inn í mannlaust hús á Akureyri og dvalið þar í einhvern tíma. Sömuleiðis kom í ljós að þau höfðu fyrr í þessum mánuði brotist inn í sumarbústað í landi Halllands austan Akureyrar og dvalið þar í um vikutíma. Talsverðar skemmdir urðu á bústaðnum af þeirra völdum.

Farið var fram á gæsluvarðhald yfir tvímenningunum vegna rannsókna á málum og varð héraðsdómur við því. Fólkið hefur áður komið áður við sögu lögreglu vegna afbrota.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×