Innlent

Lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun dómsmálaráðherra

Stjórn lögreglufélags Suðurnesja lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra að auglýsa stöðu sitjandi lögreglustjóra á Suðurnesjum lausa til umsóknar.

Þetta eigi sér ekkert fordæmi í stjórnsýslunni og þýði ekkert annað en að verið sé að segja Jóhanni Benediktssyni lögreglustjóra upp. Mikill áhugi Jóhanns og dugnaður hafi lagt hornstein að þeim góða árangri, sem embættið hefur náð, segir í tilkynningu Lögreglufélags Suðurnesja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×