Innlent

Húsleitir gerðar hjá vinum Þorsteins

Andri Ólafsson skrifar
Þorsteinn Kragh.
Þorsteinn Kragh.

Húsleitir voru gerðar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í þarsíðustu viku í tengslum við rannsókn á stórfelldum fíkniefnainnflutningi í húsbíl sem kom til landsins með Norrænu í júní. Í húsbílnum fundust 190 kíló af hassi, eitt og hálft kíló af marijúana og eitt kíló af kókaíni.

Tveir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hollenskur karlmaður sem kom á húsbílnum til landsins og athafnamaðurinn Þorsteinn Kragh sem handtekinn var skömmu síðar.

Þorsteinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í byrjun júlí en í þarsíðustu viku lét lögregla til skarar skríða og framkvæmdi húsleitir á heimilum sem tengjast Þorsteini. Meðal annars var leitað á heimilum vina hans.

Dómsúrksurðir voru fengnir fyrir húsleitunum.

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarvæðinu, segir að rannsókn málsins standi enn yfir. Hann vill ekkert gefa upp um hvort eitthvað hafi fundist í umræddum húsleitum sem varpað geti frekara ljósi á málið.













Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×