Fleiri fréttir Óveður víða um land Allt innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs og hundruð farþega bíða á flugvöllum um land allt. Þá er búið að loka Hellisheiðinni vegna veðurs og hafa nokkrir bílar fokið út veginum í morgun. 27.1.2008 12:31 Hellisheiðin er lokuð Hellisheiðinni hefur verið lokað fyrir bílaumferð. Heiðin var lokuð í nótt og Vegagerðinni tókst að opna hana í morgun en nú hefur henni verið lokað á ný. 27.1.2008 11:03 Bílvelta við Hvalfjarðargöng Bíll valt við syðri gangamuna Hvalfjarðarganga í nótt með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo á slysadeild til skoðunar. Ekki er að fullu kunnugt um tildrög slyssins en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í slæmri færð sem var á þessum slóðum í nótt eins og víðar um landið. 27.1.2008 10:00 Ölvaðir ökumenn og fullir farþegar í Reykjanesbæ Rétt eftir klukkan tvö í nótt var jeppabifreið ekið útaf Flugvallarveginum við Efstaleiti í Reykjanesbæ og sat þar föst. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og gistu þrír aðilar fangageymslur vegna málsins. Þeir verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman er runnin af þeim. 27.1.2008 09:56 Þorra blótað í vondu veðri á Suðurlandi Erilsamt var í umdæmi Selfosslögreglu í nótt. Þrjú eða fjögur þorrablót voru haldin á svæðinu og við bættist leiðinda veður. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því nóg að gera við að aðstoða fólk í vanda. Þorrablótin fóru að mestu vel fram að sögn lögreglu en vandræðin byrjuðu þegar fólk reyndi að komast til sín heima. 27.1.2008 09:48 Líkamsárás á Akureyri Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa ráðist á rúmlega tvítugan mann í miðbæ Akureyrar í nótt. Hann kýldi manninn niður og sparkaði tvisvar í höfuðuð á honum liggjandi í götunni. 27.1.2008 09:46 Vilhjálmur árið 2006: Eðlilegast að stærsti flokkurinn fái borgarstjórastólinn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar það skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks við einhvern hinna flokkana að hann yrði borgarstjóri. Hann hefur nú látið borgarstjórastólinn af hendi tímabundið til Ólafs F. Magnússonar, F-lista. 26.1.2008 18:48 Rafræn sjúkraskráning er í molum Öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum landsins er í hættu að mati læknaráðs Landspítalans. Ástæðan er sú að rafræn sjúkraskráning er í molum. 26.1.2008 18:56 Fagnar nauðgunardómi Deildarstjóri neyðarmóttöku nauðgana fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja litháa sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í gær. Hún segist vilja sjá þyngri dóma við nauðgunum í framtíðinni, en dómurinn í gær sé skref í rétta átt. 26.1.2008 18:52 Framsókn í Reykjavík er óstarfhæfur flokkur Framsóknarflokkurinn í Reykavík er óstarfhæfur og af þeim sökum hætti Björn Ingi í borgarpólitíkinni. Þetta sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarmanna á opnum fundi flokksins í Reykjavík í dag. 26.1.2008 18:43 Hundarnir komnir í leitirnar Síberíu husky hundarnir sem leitað hefur verið að á Suðurnesjum eru komnir í leitirnar. „Þeir fundust við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd heilir á húfi, segir vinur eigendanna sem stóð í ströngu í nótt við að finna hundana. 26.1.2008 16:17 Sjálfstæðiskonur ánægðar með nýjan meirihluta í borginni Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur ályktað um nýjan meirihluta í Reykjavík. Þær fagna því að sjálfstæðismenn fari aftur með völd í Reykjavík. „Allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg á ekki við rök að styðjast. Nýr meirihluti er löglega kjörinn meirihluti í borginni,“ segir í ályktuninni. 26.1.2008 14:10 Sakhæfur þrátt fyrir slys í Egyptalandi Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðganir á skömmum tíma, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna sem fengnir voru til þess að meta hvort slys sem Jón varð fyrir í Egyptalandi hafi leitt til framheilaskaða. 26.1.2008 13:36 Strandaði á leið til Hólmavíkur Gat kom á botn flutningaskipsins ICE Bird eða Ísfuglsins þegar það rakst utan í sker á leið til hafnar í Hólmavík. Kafarar könnuðu skemmdir skipsins sem reyndust ekki miklar og var því siglt til Akureyrar þar sem það fer í slipp. 26.1.2008 13:23 Rætt um þorsk á Hótel Loftleiðum Ráðstefna stendur yfir á vegum Hafrannsóknarstofnunar um þorsk á Íslandsmiðum á Hótel loftleiðum í dag. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa skýrara ljósi á þorskrannsóknir við Íslandsmið og verður þar fjöldi erlendra sérfræðinga sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna við Íslandsmið. 26.1.2008 13:17 Gagnrýnir stjórnsýslu borgarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í málum húsanna tveggja á Laugavegi fjögur og sex ekki hafa verið nægilega skýra og góða. Hún hvetur skipulagsyfirvöld eindregið til að vinna betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni. 26.1.2008 13:10 Vefverðlaunin 2007: Vísir tilnefndur Vísir er tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn þegar Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum en fimm vefir eru tilnefndir í hverjum flokki og eru flokkarnir einnig fimm. 26.1.2008 12:35 Ólafur F. tjáir sig um veikindi sín Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, ræðir í fyrsta sinn opinberlega um veikindi sín sem gerðu það að verkum að hann var að mestu fjarverandi frá borgamálunum á síðasta ári. Í viðtölum í Fréttablaðinu og 24 stundum segist hann hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," og að hann hafi sótt sér „viðeigandi aðstoð og aðhlynningu" til að sigrast á veikindunum. 26.1.2008 11:37 Ingibjörg Sólrún undirritar fríverslunarsamning við Kanada Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada. 26.1.2008 11:19 Sextán ára á stolnum bíl Sextán ára piltur var tekinn á stolnum bíl á Ísafirði í nótt. Pilturinn var réttindalaus og sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að elta hann í smá tíma þar til hann stöðvaði bílinn. Í ljós kom að pilturinn var undir áhrifum áfengis. 26.1.2008 10:27 Slagsmál á Akureyri Lögreglan á Akureyri var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaði í bænum. Að sögn lögreglu voru slagsmálin tengd drykkju og skemmtanahaldi og einn slagsmálaahundanna gisti fangageymslur í nótt. 26.1.2008 10:15 Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður mun ekki taka við embætti formanns barnaverndarnefndar en hún var skipuð formaður í nefndina af núverandi meirihluta í borgarstjórn. Kristín var að henni forspurðri skipuð formaður nefndarinnar. 26.1.2008 10:11 Hellisheiðin opnuð en varað við hálku Hellisheiðin hefur verið opnuð en þar er hálka og skafrenningur. Þá er einnig hálka og skafrenningur í Þrengslum og á Eyrarbakkavegi. 26.1.2008 09:29 Fimm á slysadeild eftir árekstur við Korpúlfsstaði Fimm voru fluttir á slysadeild í árekstri tveggja bíla við Korpúlfsstaði klukkan hálft tvö í nótt. Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður á vettvang og tók um hálftíma að losa þann sem mest slasaðist úr flaki bifreiðarinnar. Í fyrstu var talið að einn hinna slösuðu væri alvarlega slasaður en eftir skoðun og aðhlynningu á slysadeild fékk fólkið að fara heim. 26.1.2008 09:18 Hvaða fangar eru bestu nágrannarnir? Afstaða, félaga fanga stóð fyrir skoðanakönnun á vef sínum þar sem spurt var hvert viðhorf fólks væri ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið. Alls tóku 174 þátt í könnuninni sem stóð yfir í um mánuð. 25.1.2008 21:48 Hundarnir á Reykjanesbraut ekki enn fundnir Síberíuhusky sleðahundarnir sem sluppu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í dag eru ekki enn fundnir. Síðast sá til þeirra í Kúagerði um hálf sex leytið. 25.1.2008 22:01 Nýjast frá Vegagerðinni Vakin er athygli á að þjónustu er víðast hvar lokið á vegum í dag. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar lýkur þjónustu klukkan tíu. Hellisheiði er ófær en Þrengslunum verður sinnt til miðnættis. 25.1.2008 23:00 Alfreð fordæmir vinnubrögð Guðjóns Ólafs Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna atburða undanfarinna daga. 25.1.2008 19:47 Hellisheiði lokuð til morguns Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Hellisheiðin ófær og ekki verður reynt að opna hana þar til á morgun. Hinsvegar er opið um Þrengslin. 25.1.2008 17:55 Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 á 580 milljónir Reykjavíkurborg samdi í dag við Kaupvang ehf. um að kaupa húsin við Laugaveg 4 og 6. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er kaupverðið um 580 milljónir. 25.1.2008 17:45 Hjálpsamir borgarar gleymdu bíllykli á Ásvallagötu Tveir borgarar, að öllum líkindum feðgar, komu stúlku til hjálpar á Ásvallagötu um kl. 07.45 í morgun og aðstoðuðu hana við að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Hún ók rauðum VW Golf en svo óheppilega vildi til að bíllykill mannanna varð eftir í bíl stúlkunnar. Um er að ræða fjarstýringu og lykil að Mazda-bifreið. Hinir hjálpsömu borgarar geta nú nálgast fjarstýringuna og lykilinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þangað kom stúlkan síðdegis. Hún telur að heiðursmennirnir, sem hún kallar svo, búi á Ásvallagötu eða þar nærri. 25.1.2008 17:38 Týndir sleðahundar á Reykjanesbraut Tveir svartir og hvítir Síberíhusky sleðahundar sluppu úr heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Eigandi hundanna leitar þeirra nú á Reykjanesbraut. 25.1.2008 17:35 Íslendingar leggja 10 milljónir til hjálparstarfs í Kenía Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að leggja 7 milljónir kr. til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Neyðarástand hefur skapast í landinu í kjölfar forsetakosninga sem fram fóru þann 30. desember sl. 25.1.2008 17:27 Nærri tvö af hverjum þremur kerjum hafa verið gangsett Búið er að gangsetja nærri tvo þriðju af kerjum álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að seint í gær hafi tvöhundraðasta kerið verið tekið í gagnið en alls eru þau 336 talsins. 25.1.2008 16:48 Eldsupptök á Kaffi Krók enn óljós Enn er allt á huldu um eldsupptök í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar sem hýsti Kaffi Krók og gjöreyðilagðist í bruna fyrir rúmri viku. 25.1.2008 16:22 Björn Ingi fær biðlaun 25.1.2008 16:01 Hjúskaparvottorð Fischers á leið til landsins Hjúskaparvottorð Bobbys Fischer og Miyoko Watai er á leið til landsins og er væntanlegt eftir fáeina dag. Árni Vilhjálmsson, lögmaður Watai, staðfesti þetta í símtali við Vísi í dag. 25.1.2008 15:52 Utanríkisráðuneytið veitir sjö milljónir til aðstoðar í Kenía Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar í Kenía. Féð rennur til aðgerða Alþjóða Rauða krossins í landinu. 25.1.2008 15:49 Póstmannafélagið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stjórn og samninganefnd Póstmannafélags Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við Íslandspóst til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram á vef BSRB. 25.1.2008 15:42 Borgarstjóri ekki búinn að ráða aðstoðarmann Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra hefur ekki gefist tími til að ráða sér aðstoðarmann í ráðhúsið. Aðspurður hvort hann hyggðist gera það sagði Ólafur: „Ég get ekki tjáð mig um það á þessum tímapunkti." 25.1.2008 15:39 Færð að batna á Suðurnesjum Færð er að batna á Suðurnesjum og er búið að opna Reykjanesbraut og Grindarvíkurveg. Eins er fært frá Keflavík út í Garð og Sandgerði og verið að opna út í Hafnir. 25.1.2008 15:10 Fimm handteknir í dóphraðsendingamáli Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa undanfarna daga handtekið og yfirheyrt fimm manns í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember á síðasta ári. 25.1.2008 15:08 Steig á bensíngjöf en ekki bremsu og ók á mann Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fjóra mánuði fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. 25.1.2008 15:02 Þorrinn þreyður á Grænuvöllum 25.1.2008 14:33 Guðni: Guðjón Ólafur tók Björn Inga nánast af lífi Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fór yfir stöðu mála í flokknum á opnum fundi í Austrasalnum á Egilsstöðum í gærkvöld. Margt bar á góma en eðli málsins samkvæmt fór Guðni mörgum orðum um þær deilur sem verið hafa í kring um Björn Inga Hrafnsson undanfarið. 25.1.2008 14:18 Sjá næstu 50 fréttir
Óveður víða um land Allt innanlandsflug liggur niðri vegna óveðurs og hundruð farþega bíða á flugvöllum um land allt. Þá er búið að loka Hellisheiðinni vegna veðurs og hafa nokkrir bílar fokið út veginum í morgun. 27.1.2008 12:31
Hellisheiðin er lokuð Hellisheiðinni hefur verið lokað fyrir bílaumferð. Heiðin var lokuð í nótt og Vegagerðinni tókst að opna hana í morgun en nú hefur henni verið lokað á ný. 27.1.2008 11:03
Bílvelta við Hvalfjarðargöng Bíll valt við syðri gangamuna Hvalfjarðarganga í nótt með þeim afleiðingum að flytja þurfti tvo á slysadeild til skoðunar. Ekki er að fullu kunnugt um tildrög slyssins en talið er að ökumaður hafi misst stjórn á bifreiðinni í slæmri færð sem var á þessum slóðum í nótt eins og víðar um landið. 27.1.2008 10:00
Ölvaðir ökumenn og fullir farþegar í Reykjanesbæ Rétt eftir klukkan tvö í nótt var jeppabifreið ekið útaf Flugvallarveginum við Efstaleiti í Reykjanesbæ og sat þar föst. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis og gistu þrír aðilar fangageymslur vegna málsins. Þeir verða yfirheyrðir þegar áfengisvíman er runnin af þeim. 27.1.2008 09:56
Þorra blótað í vondu veðri á Suðurlandi Erilsamt var í umdæmi Selfosslögreglu í nótt. Þrjú eða fjögur þorrablót voru haldin á svæðinu og við bættist leiðinda veður. Lögregla og björgunarsveitir höfðu því nóg að gera við að aðstoða fólk í vanda. Þorrablótin fóru að mestu vel fram að sögn lögreglu en vandræðin byrjuðu þegar fólk reyndi að komast til sín heima. 27.1.2008 09:48
Líkamsárás á Akureyri Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að hafa ráðist á rúmlega tvítugan mann í miðbæ Akureyrar í nótt. Hann kýldi manninn niður og sparkaði tvisvar í höfuðuð á honum liggjandi í götunni. 27.1.2008 09:46
Vilhjálmur árið 2006: Eðlilegast að stærsti flokkurinn fái borgarstjórastólinn Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sagði fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar það skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks við einhvern hinna flokkana að hann yrði borgarstjóri. Hann hefur nú látið borgarstjórastólinn af hendi tímabundið til Ólafs F. Magnússonar, F-lista. 26.1.2008 18:48
Rafræn sjúkraskráning er í molum Öryggi sjúklinga á heilbrigðisstofnunum landsins er í hættu að mati læknaráðs Landspítalans. Ástæðan er sú að rafræn sjúkraskráning er í molum. 26.1.2008 18:56
Fagnar nauðgunardómi Deildarstjóri neyðarmóttöku nauðgana fagnar dómi héraðsdóms Reykjavíkur í máli tveggja litháa sem dæmdir voru í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun í gær. Hún segist vilja sjá þyngri dóma við nauðgunum í framtíðinni, en dómurinn í gær sé skref í rétta átt. 26.1.2008 18:52
Framsókn í Reykjavík er óstarfhæfur flokkur Framsóknarflokkurinn í Reykavík er óstarfhæfur og af þeim sökum hætti Björn Ingi í borgarpólitíkinni. Þetta sagði Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarmanna á opnum fundi flokksins í Reykjavík í dag. 26.1.2008 18:43
Hundarnir komnir í leitirnar Síberíu husky hundarnir sem leitað hefur verið að á Suðurnesjum eru komnir í leitirnar. „Þeir fundust við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd heilir á húfi, segir vinur eigendanna sem stóð í ströngu í nótt við að finna hundana. 26.1.2008 16:17
Sjálfstæðiskonur ánægðar með nýjan meirihluta í borginni Landssamband Sjálfstæðiskvenna hefur ályktað um nýjan meirihluta í Reykjavík. Þær fagna því að sjálfstæðismenn fari aftur með völd í Reykjavík. „Allt tal um að stjórnarskiptin séu ólýðræðisleg á ekki við rök að styðjast. Nýr meirihluti er löglega kjörinn meirihluti í borginni,“ segir í ályktuninni. 26.1.2008 14:10
Sakhæfur þrátt fyrir slys í Egyptalandi Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðganir á skömmum tíma, er sakhæfur. Þetta er niðurstaða tveggja matsmanna sem fengnir voru til þess að meta hvort slys sem Jón varð fyrir í Egyptalandi hafi leitt til framheilaskaða. 26.1.2008 13:36
Strandaði á leið til Hólmavíkur Gat kom á botn flutningaskipsins ICE Bird eða Ísfuglsins þegar það rakst utan í sker á leið til hafnar í Hólmavík. Kafarar könnuðu skemmdir skipsins sem reyndust ekki miklar og var því siglt til Akureyrar þar sem það fer í slipp. 26.1.2008 13:23
Rætt um þorsk á Hótel Loftleiðum Ráðstefna stendur yfir á vegum Hafrannsóknarstofnunar um þorsk á Íslandsmiðum á Hótel loftleiðum í dag. Markmiðið með ráðstefnunni er að varpa skýrara ljósi á þorskrannsóknir við Íslandsmið og verður þar fjöldi erlendra sérfræðinga sem kynnir niðurstöður rannsókna sinna við Íslandsmið. 26.1.2008 13:17
Gagnrýnir stjórnsýslu borgarinnar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í málum húsanna tveggja á Laugavegi fjögur og sex ekki hafa verið nægilega skýra og góða. Hún hvetur skipulagsyfirvöld eindregið til að vinna betur að húsafriðunarmálum í framtíðinni. 26.1.2008 13:10
Vefverðlaunin 2007: Vísir tilnefndur Vísir er tilnefndur sem besti afþreyingarvefurinn þegar Vefverðlaunin 2007 verða veitt á Hótel Sögu 1. febrúar næstkomandi. Samtök vefiðnaðarins standa að verðlaununum en fimm vefir eru tilnefndir í hverjum flokki og eru flokkarnir einnig fimm. 26.1.2008 12:35
Ólafur F. tjáir sig um veikindi sín Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, ræðir í fyrsta sinn opinberlega um veikindi sín sem gerðu það að verkum að hann var að mestu fjarverandi frá borgamálunum á síðasta ári. Í viðtölum í Fréttablaðinu og 24 stundum segist hann hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," og að hann hafi sótt sér „viðeigandi aðstoð og aðhlynningu" til að sigrast á veikindunum. 26.1.2008 11:37
Ingibjörg Sólrún undirritar fríverslunarsamning við Kanada Í dag undirritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fyrir Íslands hönd fríverslunarsamning milli EFTA ríkjanna og Kanada. Undirritunin fór fram í Davos í Sviss. Samningurinn mun öðlast gildi og koma til framkvæmda þegar hann hefur verið fullgiltur af EFTA ríkjunum og Kanada. 26.1.2008 11:19
Sextán ára á stolnum bíl Sextán ára piltur var tekinn á stolnum bíl á Ísafirði í nótt. Pilturinn var réttindalaus og sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu sem þurfti að elta hann í smá tíma þar til hann stöðvaði bílinn. Í ljós kom að pilturinn var undir áhrifum áfengis. 26.1.2008 10:27
Slagsmál á Akureyri Lögreglan á Akureyri var þrisvar sinnum kölluð út í nótt vegna slagsmála fyrir utan skemmtistaði í bænum. Að sögn lögreglu voru slagsmálin tengd drykkju og skemmtanahaldi og einn slagsmálaahundanna gisti fangageymslur í nótt. 26.1.2008 10:15
Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður mun ekki taka við embætti formanns barnaverndarnefndar en hún var skipuð formaður í nefndina af núverandi meirihluta í borgarstjórn. Kristín var að henni forspurðri skipuð formaður nefndarinnar. 26.1.2008 10:11
Hellisheiðin opnuð en varað við hálku Hellisheiðin hefur verið opnuð en þar er hálka og skafrenningur. Þá er einnig hálka og skafrenningur í Þrengslum og á Eyrarbakkavegi. 26.1.2008 09:29
Fimm á slysadeild eftir árekstur við Korpúlfsstaði Fimm voru fluttir á slysadeild í árekstri tveggja bíla við Korpúlfsstaði klukkan hálft tvö í nótt. Tækjabíll slökkviliðsins var kallaður á vettvang og tók um hálftíma að losa þann sem mest slasaðist úr flaki bifreiðarinnar. Í fyrstu var talið að einn hinna slösuðu væri alvarlega slasaður en eftir skoðun og aðhlynningu á slysadeild fékk fólkið að fara heim. 26.1.2008 09:18
Hvaða fangar eru bestu nágrannarnir? Afstaða, félaga fanga stóð fyrir skoðanakönnun á vef sínum þar sem spurt var hvert viðhorf fólks væri ef fyrrverandi fangi flytti í hverfið. Alls tóku 174 þátt í könnuninni sem stóð yfir í um mánuð. 25.1.2008 21:48
Hundarnir á Reykjanesbraut ekki enn fundnir Síberíuhusky sleðahundarnir sem sluppu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í dag eru ekki enn fundnir. Síðast sá til þeirra í Kúagerði um hálf sex leytið. 25.1.2008 22:01
Nýjast frá Vegagerðinni Vakin er athygli á að þjónustu er víðast hvar lokið á vegum í dag. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar lýkur þjónustu klukkan tíu. Hellisheiði er ófær en Þrengslunum verður sinnt til miðnættis. 25.1.2008 23:00
Alfreð fordæmir vinnubrögð Guðjóns Ólafs Stjórn Alfreðs, Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík suður, hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna atburða undanfarinna daga. 25.1.2008 19:47
Hellisheiði lokuð til morguns Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Hellisheiðin ófær og ekki verður reynt að opna hana þar til á morgun. Hinsvegar er opið um Þrengslin. 25.1.2008 17:55
Borgin kaupir Laugaveg 4 og 6 á 580 milljónir Reykjavíkurborg samdi í dag við Kaupvang ehf. um að kaupa húsin við Laugaveg 4 og 6. Samkvæmt öruggum heimildum Vísis er kaupverðið um 580 milljónir. 25.1.2008 17:45
Hjálpsamir borgarar gleymdu bíllykli á Ásvallagötu Tveir borgarar, að öllum líkindum feðgar, komu stúlku til hjálpar á Ásvallagötu um kl. 07.45 í morgun og aðstoðuðu hana við að komast leiðar sinnar í ófærðinni. Hún ók rauðum VW Golf en svo óheppilega vildi til að bíllykill mannanna varð eftir í bíl stúlkunnar. Um er að ræða fjarstýringu og lykil að Mazda-bifreið. Hinir hjálpsömu borgarar geta nú nálgast fjarstýringuna og lykilinn á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en þangað kom stúlkan síðdegis. Hún telur að heiðursmennirnir, sem hún kallar svo, búi á Ásvallagötu eða þar nærri. 25.1.2008 17:38
Týndir sleðahundar á Reykjanesbraut Tveir svartir og hvítir Síberíhusky sleðahundar sluppu úr heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í dag. Eigandi hundanna leitar þeirra nú á Reykjanesbraut. 25.1.2008 17:35
Íslendingar leggja 10 milljónir til hjálparstarfs í Kenía Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefur ákveðið að leggja 7 milljónir kr. til hjálparstarfs Rauða krossins í Kenía. Neyðarástand hefur skapast í landinu í kjölfar forsetakosninga sem fram fóru þann 30. desember sl. 25.1.2008 17:27
Nærri tvö af hverjum þremur kerjum hafa verið gangsett Búið er að gangsetja nærri tvo þriðju af kerjum álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að seint í gær hafi tvöhundraðasta kerið verið tekið í gagnið en alls eru þau 336 talsins. 25.1.2008 16:48
Eldsupptök á Kaffi Krók enn óljós Enn er allt á huldu um eldsupptök í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar sem hýsti Kaffi Krók og gjöreyðilagðist í bruna fyrir rúmri viku. 25.1.2008 16:22
Hjúskaparvottorð Fischers á leið til landsins Hjúskaparvottorð Bobbys Fischer og Miyoko Watai er á leið til landsins og er væntanlegt eftir fáeina dag. Árni Vilhjálmsson, lögmaður Watai, staðfesti þetta í símtali við Vísi í dag. 25.1.2008 15:52
Utanríkisráðuneytið veitir sjö milljónir til aðstoðar í Kenía Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar í Kenía. Féð rennur til aðgerða Alþjóða Rauða krossins í landinu. 25.1.2008 15:49
Póstmannafélagið vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara Stjórn og samninganefnd Póstmannafélags Íslands hefur ákveðið að vísa kjaradeilu félagsins við Íslandspóst til ríkissáttasemjara. Þetta kemur fram á vef BSRB. 25.1.2008 15:42
Borgarstjóri ekki búinn að ráða aðstoðarmann Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra hefur ekki gefist tími til að ráða sér aðstoðarmann í ráðhúsið. Aðspurður hvort hann hyggðist gera það sagði Ólafur: „Ég get ekki tjáð mig um það á þessum tímapunkti." 25.1.2008 15:39
Færð að batna á Suðurnesjum Færð er að batna á Suðurnesjum og er búið að opna Reykjanesbraut og Grindarvíkurveg. Eins er fært frá Keflavík út í Garð og Sandgerði og verið að opna út í Hafnir. 25.1.2008 15:10
Fimm handteknir í dóphraðsendingamáli Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa undanfarna daga handtekið og yfirheyrt fimm manns í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember á síðasta ári. 25.1.2008 15:08
Steig á bensíngjöf en ekki bremsu og ók á mann Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og svipt hann ökurétti í fjóra mánuði fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot. 25.1.2008 15:02
Guðni: Guðjón Ólafur tók Björn Inga nánast af lífi Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fór yfir stöðu mála í flokknum á opnum fundi í Austrasalnum á Egilsstöðum í gærkvöld. Margt bar á góma en eðli málsins samkvæmt fór Guðni mörgum orðum um þær deilur sem verið hafa í kring um Björn Inga Hrafnsson undanfarið. 25.1.2008 14:18