Innlent

Hundarnir á Reykjanesbraut ekki enn fundnir

Hundarnir sáust síðast í Kúagerði.
Hundarnir sáust síðast í Kúagerði.

Síberíuhusky sleðahundarnir sem sluppu frá Vogum á Vatnsleysuströnd í dag eru ekki enn fundnir. Síðast sá til þeirra í Kúagerði um hálf sex leytið.

„Ég leitaði að þeim fram í myrkur en þetta verður hálf vonlaust eftir það, vonandi að einhver finni þá bara fyrir rælni," segir Valdi sem var að passa hundana fyrir vinkonu sína þegar þeir sluppu.

„Við förum væntanlega í það strax í fyrramálið að leita. Þeir eru með ólarnar á sér og elska þetta veður. Nú eru þeir á heimavelli," segir Valdi sem reiknaði með að hundarnir myndu leggjast í fönn. „Þetta eru harðjaxlar".

Þetta eru tvær tíkur og er fólk beðið að hafa samband ef það rekur augun í hundana á Reykjanesbrautinni. Lögreglan er að svipast um eftir þeim auk þess sem búið er að láta leigubílastöðvarnar vita af þessu.

„Við vonum að þeir finnist," sagði Valdi að lokum.

Síminn hjá Valda er 8979556




Fleiri fréttir

Sjá meira


×