Innlent

Eldsupptök á Kaffi Krók enn óljós

MYND/Stöð 2

Enn er allt á huldu um eldsupptök í einu sögufrægasta húsi Skagafjarðar sem hýsti Kaffi Krók og gjöreyðilagðist í bruna fyrir rúmri viku.

Rannsóknardeild lögreglunnar á Akureyri fer með rannsókn málsins og þar fengust þær upplýsingar í dag að niðurstöður úr tilteknum prófunum og rannsóknum lægju ekki fyrir. Hins vegar væri að líkindum von á niðurstöðu rannsóknar seinni hluta næstu viku.

Fyrir liggur að eldurinn kom upp í risi í suðurhluta hússins en nákvæm eldsupptök liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×