Innlent

Þorrinn þreyður á Grænuvöllum

Börnin á Grænuvöllum smökkuðu á þorramat í hádeginu.
Börnin á Grænuvöllum smökkuðu á þorramat í hádeginu. Mynd/ Guðbergur R Ægisson

Börnin á leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík þreyðu þorrann í dag með bros á vör, þegar boðið var upp á dýrindis þorramat. „Það var mesta furða hvað börnin þorðu að smakka á matnum," segir Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir leikskólastjóri. Á boðstólnum voru svið, rúgbrauð, harðfiskur, hangikjöt, magál, og laufabrauð með smjöri. Á meðan borðhald stóð yfir sungu börnin þorraþrælinn og skemmtu sér konunglega.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×