Fleiri fréttir

Reynt að ráða starfsmenn Arnarfells til Landsvirkjunar

Landsvirkjun hyggst taka yfir samninga verktakafyrirtækisins Arnarfells vegna framkvæmda við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells. Arnarfell hefur verið í fjárhagsörðugleikum undanfarna mánuði og forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst ekki að semja við lánadrottna sína á tilsettum tíma.

Þyngsti dómur fyrir eitt nauðgunarbrot á Íslandi

Fimm ára fangelsisdómur yfir Litháunum tveimur, sem sakfelldir voru fyrir hrottafengna nauðgun í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, er sá þyngsti sem fallið hefur fyrir eitt nauðgunarbrot í íslenskri dómaframkvæmd.

Aftur óvissa um málefni Gagnaveitunnar

Ekki liggur enn ljóst fyrir hvort nýjum meirihluta í borgarstjórn fylgi nýjar áherslu í málefnum Gagnaveitu Reykjavíkur. Fráfarandi stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, Bryndís Hlöðversdóttir, ákvað í desember síðastliðnum að falla frá ákvörðun sem tekin var í borgarstjóratíð Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um að leita eftir tilboðum í hlutafé Gagnaveitunnar en Orkuveitan fer með allt hlutafé í fyrirtækinu.

Fagna jafnræði í lyfjakostnaði

Ólafur Adolfsson, lyfsali á Akranesi fagnar því að þak verði sett á lyfjakostnað allra sjúklinga líkt og nú gildir með afsláttarkort af læknisþjónustu. Hann segir að núverandi kerfi mismuni sjúklingum og sé „neysluhvetjandi“. Þannig sé í sumum tilfellum ódýrara að fá mikið magn af lyfjum. Þá fái sjúklingar of mikið af lyfinu á meðan verið er að prófa hvort það hentar þeim eða ekki.

Fimm ára fangelsi fyrir hrottafengin kynferðisbrot

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo Litháa, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, í fimm ára fangelsi fyrir að hafa í sameiningu með ofbeldi reynt að nauðga konu og neytt hana til að hafa við þá munnmök, en árásin átti sér stað í miðborg Reykjavíkur í nóvember síðastliðnum.

Botninn dottinn úr loðnuveiðunum

Engin loðna hefur fundist norðaustur af landinu um nokkurt skeið og er botninn alveg dottinn úr veiðunum eftir nokkurra daga veiði srax upp úr áramótum.

Þrír þjófar teknir á Akureyri

Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn í gær, grunaða um innbort í nokkra bíla að undanförnu, einnig í leikskóla og fleiri hús.

Alvöru þreifingar milli Sjálfstæðismanna og Vg

„Þeir hafa staðfest við mig að það voru alvöru þreifingar við Vinstri græna síðan þessi fráfarandi meirihluti var myndaður,“ sagði Ólafur F Magnússon í viðtali við Kastljósið fyrr í kvöld.

Handtekinn með kókaín í Hafnarfirði

Eftir húsleit í íbúð í Hafnarfirði í gær var karlmaður á fertugsaldri handtekinn og síðar úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Ný álma tekin í notkun hjá MS félaginu

MS félag Íslands tók í dag notkun nýja álmu við húsnæði félagsins, MS heimilið að Sléttuvegi 5 í Reykjavík. Nýja álman gjörbyltir aðstöðu til að veita þeim sem greinst hafa með MS sjúkdóminn nauðsynlega aðhlynningu og þjálfun. Þá opnast nýir möguleikar á að veita aukna þjónustu á sviði heilsuræktar, jógaiðkunar og félagsstarfsemi.

Óþægilegt að taka við embætti borgarstjóra

„Það var nú vægast sagt óþægilegt og mér fannst þetta fara gjörsamlega úr böndunum,“ sagði Ólafur F Magnússon í viðtali við Fréttastofu Stöðvar 2 fyrir stundu aðspurður um hvernig honum hafi liðið að taka við embættinu í dag.

Guðni: Persónuárásir hrekkja og eyðileggja

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hvetur framsóknarmenn til þess að slíðra sverðin og segir áfall að sjá á eftir ungu fólki eins og Birni Inga Hrafnssyni úr borgarstjórn.

Nýr meirihluti vill kaupa Laugaveg 4 og 6 af eigendum

Nýr meirihluti Frjálslyndra og óháðra og Sjálfstæðiflokks hefur ákveðið að ganga til samninga við eigendur Laugavegar 4 og 6 með það að markmiði að borgin kaupi húsin og láti gera þau upp. Þetta var samþykkt á fyrsta fundi nýs borgarráðs í dag

Ósammála ungliðar í Reykjavík

Ungliðahreyfingarnar keppast nú við að koma skoðunum sínum á nýjum borgarmeirihluta á framfæri. Ungliðahreyfingar vinstriflokkanna segja hátt í þúsund manns hafa komið og mótmælt í Ráðhúsinu í dag.

Dómur í máli gegn formanni Rafiðnaðarsambandsins mildaður

Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var að hluta til sýknaður af kæru um meiðyrði í garð eigenda starfsmannaleigu vegna orða sem hann lét falla í fjölmiðlum en hluti orða hans var dæmdur ómerkur. Var hann dæmdur til að greiða öðrum eiganda fyrirtækisins 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna tiltekinna ummæla en hann hafði verið dæmdur til að greiða þeim eina milljón í skaðabætur.

Þriggja ára fangelsi fyrir að klippa fingur af manni

Hæstiréttur hefur þyngt dóm yfir Kristjáni Halldóri Jenssyni um eitt ár fyrir bæði húsbrot og aðild að hrottafenginni líkamsárás á Akureyri þar sem fingur var klipptur af fórnarlambi. Hlaut hann þriggja ára dóm.

30 daga fangelsi fyrir kynferðislega áreitni

38 ára karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gegn konu í félagsheimilinu Valaskjálf á Egilsstöðum þann 19. desember síðastliðinn.

Sjálfstæðismenn kosnir í helstu embætti borgarinnar

Fundur borgarstjórnar lauk rétt í þessu við að kjósa í helstu embætti borgarinnar. Embættin koma öll í hlut sjálfstæðismanna þar sem Ólafur F. Magnússon nýtur ekki stuðnings varamanns síns.

Fimm ár í fangelsi fyrir árás á félaga sinn

Robert Olaf Rihter var í Héraðsdómi Reykjaness í gær dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir lífshættulega líkamsárás á félaga sinn. Við árásina notaðist Rihter við brotna glerflösku og sló hann fórnarlamb sitt ítrekað með henni þannig að hending réð því að ekki hlaust bani af.

Krónprins framsóknar farinn

Björn Ingi er búinn að vera í erfiðum málum innan flokksins og utan, segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ.

Vill reisa minnisvarða um Bobby Fischer við Laugardalshöll

Björn Ingi Hrafnsson óskaði fyrir stundu eftir lausn frá störfum sem borgarfulltrúi Framsóknarflokksins af persónulegum ástæðum eftir að borgarstjórnarfundur hófst á ný. Hann hófst í hádeginu en gera varð hlé á fundinum vegna háværra mótmæla andstæðinga nýs meirihluta.

Viðbygging MS-dagvistar tekin í notkun

MS-félagið á Íslandi opnaði í dag viðbyggingu við dagvist félagsins á Sléttuvegi 5 við formlega athöfn. Með stækkuninni verður öll aðstaða betri til að sinna þeim sem sækja dagvistina og hægt að nýta húsnæðið meira fyrir annað MS fólk sem ekki þarf á dagvist að halda.

Sjá næstu 50 fréttir