Innlent

Borgarstjóri ekki búinn að ráða aðstoðarmann

Ólafi F. Magnússyni borgarstjóra hefur ekki gefist tími til að ráða sér aðstoðarmann í ráðhúsið. Aðspurður hvort hann hyggðist gera það sagði Ólafur: „Ég get ekki tjáð mig um það á þessum tímapunkti."

Venja er að borgarstjórar ráði sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaður Dags B. Eggertssonar var Guðmundur Steingrímsson en aðstoðarmaður Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar var Jón Kristinn Snæhólm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×