Innlent

Fimm handteknir í dóphraðsendingamáli

Aldrei áður hefur verið tekið jafn mikið af hvítum efnum í einni hraðsendingu.
Aldrei áður hefur verið tekið jafn mikið af hvítum efnum í einni hraðsendingu.
Lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum hafa undanfarna daga handtekið og yfirheyrt fimm manns í tengslum við smygl á 5,2 kílóum af amfetamíni og kókaíni með hraðsendingu frá Þýskalandi í nóvember á síðasta ári.

Einn hefur þegar verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir öðrum manni og er úrskurðar að vænta í dag. Seinna í dag mun síðan verða farið fram á gæsluvarðhald yfir þriðja manninum eftir því sem Eyjólfur Kristjánsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum tjáði Vísi.

Lagt var hald á 4,6 kíló af amfetamíni og 600 grömm af kókaíni. Rannsókn málsins hefur teygt anga sína víða og sagði Eyjólfur að samstarf lögreglunnar á Suðurnesjum og fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið sérstaklega góð. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið nema að rannsókn gengi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×