Reynt að ráða starfsmenn Arnarfells til Landsvirkjunar 25. janúar 2008 12:30 Landsvirkjun hyggst taka yfir samninga verktakafyrirtækisins Arnarfells vegna framkvæmda við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells. Arnarfell hefur verið í fjárhagsörðugleikum undanfarna mánuði og forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst ekki að semja við lánadrottna sína á tilsettum tíma. Arnarfell hefur staðið í ströngu vegna fjárhagsörðugleika síðustu mánuði og hefur skuldastaða fyrirtækisins við Landsbankann verið slæm. Landsvirkjun hljóp undir bagga með fyrirframgreiðslum til fyrirtækisins í júní í fyrra. Þá greiddi Landsvirkjun einnig laun rúmlega fjörutíu starfsmanna í janúar og hluta launa í desember. Arnarfell hefur unnið að framkvæmdum við Jökulsárveitu og Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt fjórum verksamningum. Samningsupphæðin er um sex milljarðar króna og er tveimur þriðju hluta verksins lokið. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Arnarfelli hefði ekki tekist að semja við lánadrottna sína. Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, segir framkvæmdir hafa tafist um tvær vikur vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum verksamninga tekur Landsvirkjun verkið yfir og Arnarfell hættir. Rúmlega fjörutíu starfsmenn eru á staðnum en engar framkvæmdir standa yfir. Leitast verður við að ráða starfsmenn Arnarfells til Landsvirkjunar svo þeir haldi áfram störfum. Sigurður segir mikilvægt að tapa ekki tíma þar stefnt sé á að tengja Jökulsárveituna við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Verklok við Hraunaveitu eru hins vegar áætluð á næsta ári. Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Landsvirkjun hyggst taka yfir samninga verktakafyrirtækisins Arnarfells vegna framkvæmda við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar austan Snæfells. Arnarfell hefur verið í fjárhagsörðugleikum undanfarna mánuði og forsvarsmönnum fyrirtækisins tókst ekki að semja við lánadrottna sína á tilsettum tíma. Arnarfell hefur staðið í ströngu vegna fjárhagsörðugleika síðustu mánuði og hefur skuldastaða fyrirtækisins við Landsbankann verið slæm. Landsvirkjun hljóp undir bagga með fyrirframgreiðslum til fyrirtækisins í júní í fyrra. Þá greiddi Landsvirkjun einnig laun rúmlega fjörutíu starfsmanna í janúar og hluta launa í desember. Arnarfell hefur unnið að framkvæmdum við Jökulsárveitu og Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar samkvæmt fjórum verksamningum. Samningsupphæðin er um sex milljarðar króna og er tveimur þriðju hluta verksins lokið. Landsvirkjun sendi frá sér yfirlýsingu í gær um að Arnarfelli hefði ekki tekist að semja við lánadrottna sína. Sigurður Arnalds, talsmaður Kárahnjúkavirkjunar, segir framkvæmdir hafa tafist um tvær vikur vegna málsins. Samkvæmt ákvæðum verksamninga tekur Landsvirkjun verkið yfir og Arnarfell hættir. Rúmlega fjörutíu starfsmenn eru á staðnum en engar framkvæmdir standa yfir. Leitast verður við að ráða starfsmenn Arnarfells til Landsvirkjunar svo þeir haldi áfram störfum. Sigurður segir mikilvægt að tapa ekki tíma þar stefnt sé á að tengja Jökulsárveituna við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Verklok við Hraunaveitu eru hins vegar áætluð á næsta ári.
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira