Fleiri fréttir Jakob Valgeir Flosason greiðir hæstu gjöldin á Vestfjörðum Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna en Sigurður Guðjónsson, Þingeyri greiðir tæpar 28,4 milljónir króna. Einar Guðmundsson, Bolungarvík, greiðir rúmar 24 milljónir króna. 31.7.2007 10:17 Magnús Kristinsson er skattakóngur í Vestmannaeyjum Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2007 er lokið. Samtals nema álögð gjöld hátt í kr. 2.300 milljónir á 3178 gjaldendur, auk kr. 592.203 á 68 börn., og nemur hækkunin 5,64 % frá fyrra ári. Magnús Kristinsson er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir í opinber gjöld. Ríflega fjórfalt meira en næsti maður á eftir honum. 31.7.2007 09:12 Ást og afbrýði Þjóðin er harmi slegin eftir óhugnalegt morð um hádegisbilið í Reykjavík í gær. Það er algengara en fólk almennt telur að morðingi og fórnarlamb tengist - og eins að ástríða og afbrýðisemi valdi hörmulegum atburðum sem þessum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur settist hjá Sölva í Íslandi í dag. 30.7.2007 20:14 17 fíkniefnahundar sinna fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina Aron, Týri og Asi eru meðal sautján fíkniefnahunda sem munu aðstoða lögregluna og tollgæsluna í sameiginlegu fíkniefnaeftirliti um Verslunarmannahelgina. Sighvatur Jónsson prófaði að fela á sér fíkniefni í nágrenni við hundana í dag - sjáðu hvernig það gekk, með því að spila innslagið. 30.7.2007 19:27 Dyraverðir sáu ekki árásina á Kaffi Sólon Árásin tengist staðnum ekki neitt, þar sem stúlkurnar voru ekki í biðröð inná Kaffi Sólon, segir yfirdyravörður skemmtistaðarins um hrottafengna líkamsárás aðfaranótt sunnudags, þar sem bútur af eyra var bitinn af konu. Móðir konunnar segir sjónarvott sem skakkaði leikinn hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Lögregla hefur beðið aðstandendur afsökunar á seinagangi rannsóknar málsins. 30.7.2007 19:12 Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. 30.7.2007 19:02 Sjóstöngin vinsæl fyrir vestan Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 30.7.2007 18:52 Það getur hent alla að lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við Lögregla rannsakar aðdraganda voðaverkanna í gær þegar maður skaut annan til bana og svifti sig síðan lífi. Sérfræðingur í áfallahjálp segir að það geti hent alla á lífsleiðinni að lenda í aðstæðum sem þeir ráði ekki við, en þá sé mjög mikilvægt að þeim einstaklingum sé veitt aðstoð. 30.7.2007 18:40 Afleitt gsm samband skapar hættu í Dalabyggð Gunnólfur Lárusson, sveitastjóri Dalabyggð, segir að afleitt gsm-samband í Dölunum sé til skammar en sveitirnar í nágrenni Búðardals eru flestar utan slíkrar þjónustu. Sveitarstjórinn segir að fólk sem lendi í slysum á þjóðvegunum þar í sveit verði að treysta á guð og lukkuna. 30.7.2007 18:35 Lýst eftir vitnum að skemmdum á bensíndælu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir. 30.7.2007 18:33 Ætluðu að stöðva óprúttna viðskiptavini en urðu fyrir líkamsárás Starfsmaður veitingahúss var sleginn í andlitið um helgina þegar hann hugðist stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi. Starfsmaður verslunar fékk svipaða útreið þegar hann ætlaði að koma í veg fyrir þjófnað. 30.7.2007 18:15 Bæjarstjóri vísar því á bug að minnihlutinn hafi ekki fengið að leggja fram bókanir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti í bæjarstjórn hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. 30.7.2007 17:23 Heimildarmynd Sigur Rósar frumsýnd í haust Heimildamynd Sigur Rósar, Heima, verður frumsýnd í haust. Myndin sýnir tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Ísland á síðasta ári. Ferðalagið var endapunktur tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn sem farin var í kjölfar útgáfu plötunnar Takk. 30.7.2007 17:23 Bílvelta á Biskupstungnabraut Bifreið valt á Biskupstungnabraut á fjórða tímanum í dag. Bifreiðin var á norðurleið og í nánd við afleggjarann að Þingvöllum fipaðist ökumaðurinn með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Konan sem var við stýrið var flutt á Selfoss til skoðunnar en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Bíllinn skemmdist nokkuð og var hann dreginn á brott með kranabíl. 30.7.2007 17:06 Íslensk stúlka í róðrarliði Oxford Íslensk stúlka, Margrét Helga Ögmundsdóttir doktorsnemi í lífefnafræði við Oxford háskóla hefur verið valin í úrvalslið skólans í róðri, aðeins hálfu ári eftir að hún hóf æfingar. Liðið mun yfirleitt vera skipað landsliðsmönnum og Ólympíuförum, en 150 ára hefð er fyrir róðrarkeppni Oxford og Cambridge. 30.7.2007 16:39 Margir grunnskólar eiga eftir að ráða kennara Tuttugu og sjö grunnskólar í Reykjavík auglýstu eftir kennurum í Fréttablaðinu í gær, fyrir komandi skólaár sem hefst um miðjan ágúst. Skólastjórar sem Vísir talaði við segja að útlitið sé verra en í meðalári og sumir tala jafnvel um ófremdarástand. 30.7.2007 15:51 Náttúrusamtök leggjast gegn nýrri veglínu þjóðvegar 1 Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands legst gegn því að veglínu þjóðvegar 1 verði breytt þar sem hann liggur um Mýrdal en hreppsnefndin hefur tekið ákvörðun um breytingu á aðalskipulagstillögu þess efnis. Stjórn samtakanna telur ljóst að samþykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um veglínu muni valda verulegum óafturkræfum breytingum á svæðinu. 30.7.2007 15:39 Fengu ekki að leggja fram bókanir í bæjarstjórn Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar eru ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi samkomulag sem gert hefur verið við Kalmansvík ehf. um heimild til að útfæra land þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn var fulltrúum minnihlutans meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. 30.7.2007 15:04 Mikill húmoristi fallinn frá Leikstjórinn Ingmar Bergman lést í gær. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að hann hafi verið mikill húmoristi og sálkönnuður. Hann hafi verið virtur leikstjóri og muni verða sárt saknað. 30.7.2007 13:35 Íslendingar í samstarf við Indverja á sviði sjávarútvegs Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála í landbúnaðarráðuneyti Indlands, frú Charusheela Soni, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegsmála. 30.7.2007 13:05 Lögregla telur morðið á Sæbraut upplýst Lögreglan telur að morð á 35 ára gömlum manni á Sæbraut í Reykjavík í gær sé upplýst. Engu að síður er fjöldi þátta afar óljós sem tengist atburðarásinni og heldur lögreglan því áfram rannsókn sinni. 30.7.2007 12:55 Mesta laxveiðin er í Elliðaánum Laxveiði á hverja stöng er lang mest í Elliðaánum það sem af er veiðitímanum, eða tæplega tveir og hálfur lax á stöng á dag. Næst kemur Selá í Vopnafirði með rétt tæpa tvo laxa og Haffjarðará á Snæfellsnesi með liðlega einn og hálfan. Í fjórða sæti er svo Laxá á Ásum með einn komma þrjá laxa á stöng á dag, en hún hefur lengi verið talin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. 30.7.2007 12:47 Eldur í rafmagnsköplum í opnum skurðum Eldur kviknaði í rafmagnsköplum í opnum skurðum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fyrst kviknaði í kapli við Hnoðraholt í Garðabæ okg urðu spengingar í kaplinum með neistaflugi og reyk. Lögregla lokaði svæðinu og var kallað á starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja kapalinn áður en slökkviliðið sprautaði vatni yfir. 30.7.2007 12:42 Íslensk fyrirtæki gera sig gildandi í Kanada Tvö íslensk fyrirtæki eru að hefja innrás í kandadískt efnahagslíf , annað á sviði jarðhita og hitt á sviði kulda. Jarðhitafyrirtækið Geysir Green Energy, sem nýverið keypti þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja, hefur keypt 20 prósenta hlut í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower Corporation fyrir um 600 milljónir íslenskra króna. 30.7.2007 12:33 Kristinn Hallsson óperusöngvari látinn Kristinn Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfararnótt laugardags. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926 og var áttatíu og eins árs að aldri. Hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan brottfararprófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölda óperusýninga og tónleika, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistarkennslu. 30.7.2007 12:20 Hann bjargaði lífi dóttur minnar Hann bjargaði lífi dóttur minnar, segir móðir stúlkunnar sem ráðist var á með hrottafengnum hætti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon um helgina, og vísar þar til sjónarvotts sem kom stúlkunni til hjálpar. Stúlkan, sem var meðal annars bitin á eyra, liggur enn á sjúkrahúsi, en hún undirgekkst aðgerð í gær. 30.7.2007 12:05 Nafn mannsins sem lést við Minni-Borg Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á laugardagskvöldið á Biskupstungnabraut á móts við verslunina Minni-Borg hét Gunnlaugur Björnsson, fæddur 1977. Gunnlaugur bjó í foreldrahúsum í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnslaus. 30.7.2007 11:59 Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. 30.7.2007 11:55 Veðurútlit vont fyrir verslunarmannahelgina Gert er ráð fyrir að miklu rigningaróveðri á Íslandi um verslunarmannahelgina þegar lægð gengur yfir Ísland. 30.7.2007 11:33 Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri Stöðvar 2 Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2 og Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri frá og með 1. ágúst. 30.7.2007 11:13 Úrvalsvísitalan sveiflaðist mikið í júlí Miklar hreyfingar voru á Úrvalsvísitölunni í júlí. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að eftir miklar hækkanir í byrjun mánaðarins þar sem vísitalan náði hæsta lokagildi sínu 18. júlí í 9.016 stigum hafi Úrvalsvísitalan gefið töluvert eftir. Lokagildi vísitölunnar á föstudaginn var 8.697 stig sem samsvarar 3,54 prósenta lækkun frá lokagildinu 18. júlí. 30.7.2007 10:32 Nærri 82 milljarðar greiddir í almennan tekjuskatt Alls greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda almennan tekjuskatt, sem nemur samtals 81,9 milljarði króna fyrir árið 2006. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%. Þetta er meðal annars vegna þess að tekjuskattshlutfallið lækkaði úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%. 30.7.2007 10:22 Bilun í götuljósarafstreng Í nótt var Orkuveitu Reykjavíkur tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Við eftirgrennslan fannst ekki bilun í Garðabæ en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað. 30.7.2007 09:32 Vísitala framleiðsluverðs fer lækkandi Vísitala framleiðsluverðs í júní var 118,2 stig og lækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuðu að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um eitt prósent og var 119,7 stig og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 1,3 prósent og var 143,3 stig. 30.7.2007 09:30 Eldur í bíl á Hverfisgötu Eldur kom upp í bíl á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í kvöld. Að sögn lögreglunnar var bíllinn á ferð þegar skyndilega byrjar að rjúka upp úr vélarhlífinni. 29.7.2007 20:27 11 teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag 11 ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var á 135 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheiði. Hann var ennfremur próflaus og grunaður um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. 29.7.2007 20:18 Álagningarseðlar skattstjórans á Netinu Hægt verður að nálgast álagningarseðla frá skattstjóra á Netinu eftir klukkan fjögur á morgun. Seðlarnir sjálfir verða bornir út á þriðjudaginn. 29.7.2007 20:15 Í fangelsi fyrir ólæti og ölvun Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar í Snæfellsbæ í nótt vegna óláta og ölvunar í Grundarfirði en þar fór fram um helgina bæjarhátíðin Á góðri stund. Að öðru leyti gekk hátíðin áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ. 29.7.2007 20:15 Keyrt á tvö lömb í Öxnadal Keyrt var á tvö lömb í Öxnadal um helgina en bæði skiptin lét ökumaður sig hverfa án þess að tilkynna atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru nokkur tilvik á hverju sumri að keyrt sé á búfénað. Oftast láta menn þó vita. Bæði lömbin fundust dauð. 29.7.2007 19:50 Til álita að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn fljúgi eftirlitsflug Utanríkisráðherra segir að til álita komi að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn taki þátt í lofteftirliti NATO hér á landi, þótt ekkert hafi enn verið staðfest varðandi þátttöku ríkjanna. Formaður Vinstri grænna og þingmaður Frjálslynda flokksins eru sammála um að byrjað hafi verið á öfugum enda í málinu. 29.7.2007 19:22 Samgönguráðherra telur óeðlilegt að lágflug verði heimilað Samgönguráðherra telur óeðlilegt að veitt sé leyfi fyrir lágflugi orrustuþotna í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, hér á landi um miðjan ágúst. Stjórnandi æfinganna hefur staðfest að búið sé að senda inn beiðni um slíkt. Formaður Vinstri grænna telur æfingarnar sýndarmennsku og utanríkisráðherra er ókunnugt um málið. 29.7.2007 19:16 Maður tók konu sína í gíslingu í Básum í Þórsmörk Maður á fimmtugsaldri gekk berserksgang í Básum í Þórsmörk í nótt og hélt konu sinni í gíslingu um tíma. Hann er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 29.7.2007 19:06 Einkahagsmunir á kostnað almannahagsmuna í Þorskafirði Sýslumaðurinn á Patreksfirði sem barist hefur af krafti fyrir úrbótum á Vestfjarðavegi, segir að landeigendur í Þorskafirði láti einkahagsmuni framar almannahagsmunum með því að höfða mál gegn umhverfisráðherra. Ráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg í Þorskafirði. Landeigendur segja að Teigsskógur sé ósnortinn og að arnarvarpi sé ógnað með nýja veginum. 29.7.2007 19:00 Þrjátíu ný störf og á annað þúsund ferðamenn í sjóstangaveiði á Vestfjörðum Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 29.7.2007 18:55 Bútur bitinn af eyra konu fyrir utan skemmtistað Tuttugu og sjö ára kona varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt, í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 18:52 Sjá næstu 50 fréttir
Jakob Valgeir Flosason greiðir hæstu gjöldin á Vestfjörðum Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður í Bolungarvík, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjóra Vestfjarðaumdæmis samkvæmt álagningarskrá sem birt var í morgun. Jakob Valgeir greiðir rúmar 34,4 milljónir króna en Sigurður Guðjónsson, Þingeyri greiðir tæpar 28,4 milljónir króna. Einar Guðmundsson, Bolungarvík, greiðir rúmar 24 milljónir króna. 31.7.2007 10:17
Magnús Kristinsson er skattakóngur í Vestmannaeyjum Álagningu opinberra gjalda á einstaklinga í Vestmannaeyjum árið 2007 er lokið. Samtals nema álögð gjöld hátt í kr. 2.300 milljónir á 3178 gjaldendur, auk kr. 592.203 á 68 börn., og nemur hækkunin 5,64 % frá fyrra ári. Magnús Kristinsson er skattakóngur Vestmannaeyja þetta árið og greiðir hann rúmar 32 milljónir í opinber gjöld. Ríflega fjórfalt meira en næsti maður á eftir honum. 31.7.2007 09:12
Ást og afbrýði Þjóðin er harmi slegin eftir óhugnalegt morð um hádegisbilið í Reykjavík í gær. Það er algengara en fólk almennt telur að morðingi og fórnarlamb tengist - og eins að ástríða og afbrýðisemi valdi hörmulegum atburðum sem þessum. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur settist hjá Sölva í Íslandi í dag. 30.7.2007 20:14
17 fíkniefnahundar sinna fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina Aron, Týri og Asi eru meðal sautján fíkniefnahunda sem munu aðstoða lögregluna og tollgæsluna í sameiginlegu fíkniefnaeftirliti um Verslunarmannahelgina. Sighvatur Jónsson prófaði að fela á sér fíkniefni í nágrenni við hundana í dag - sjáðu hvernig það gekk, með því að spila innslagið. 30.7.2007 19:27
Dyraverðir sáu ekki árásina á Kaffi Sólon Árásin tengist staðnum ekki neitt, þar sem stúlkurnar voru ekki í biðröð inná Kaffi Sólon, segir yfirdyravörður skemmtistaðarins um hrottafengna líkamsárás aðfaranótt sunnudags, þar sem bútur af eyra var bitinn af konu. Móðir konunnar segir sjónarvott sem skakkaði leikinn hafa bjargað lífi dóttur sinnar. Lögregla hefur beðið aðstandendur afsökunar á seinagangi rannsóknar málsins. 30.7.2007 19:12
Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. 30.7.2007 19:02
Sjóstöngin vinsæl fyrir vestan Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 30.7.2007 18:52
Það getur hent alla að lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við Lögregla rannsakar aðdraganda voðaverkanna í gær þegar maður skaut annan til bana og svifti sig síðan lífi. Sérfræðingur í áfallahjálp segir að það geti hent alla á lífsleiðinni að lenda í aðstæðum sem þeir ráði ekki við, en þá sé mjög mikilvægt að þeim einstaklingum sé veitt aðstoð. 30.7.2007 18:40
Afleitt gsm samband skapar hættu í Dalabyggð Gunnólfur Lárusson, sveitastjóri Dalabyggð, segir að afleitt gsm-samband í Dölunum sé til skammar en sveitirnar í nágrenni Búðardals eru flestar utan slíkrar þjónustu. Sveitarstjórinn segir að fólk sem lendi í slysum á þjóðvegunum þar í sveit verði að treysta á guð og lukkuna. 30.7.2007 18:35
Lýst eftir vitnum að skemmdum á bensíndælu Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir vitnum að skemmdum sem urðu á bensíndælu hjá N1 í Grindavík aðfaranótt sunnudags. Óþekktur aðili var að dæla bensíni en ók á brott án þess að taka slöngu bensíndælunnar úr bensíntanki bifreiðarinnar. Af þessu hlutust nokkrar skemmdir. 30.7.2007 18:33
Ætluðu að stöðva óprúttna viðskiptavini en urðu fyrir líkamsárás Starfsmaður veitingahúss var sleginn í andlitið um helgina þegar hann hugðist stöðva viðskiptavini sem ætluðu að stinga af frá ógreiddum reikningi. Starfsmaður verslunar fékk svipaða útreið þegar hann ætlaði að koma í veg fyrir þjófnað. 30.7.2007 18:15
Bæjarstjóri vísar því á bug að minnihlutinn hafi ekki fengið að leggja fram bókanir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi, vísar því til föðurhúsanna að minnihluti í bæjarstjórn hafi ekki fengið að bóka sitt álit á samkomulagi bæjarstjórnar við Kalmansvík ehf. Samkomulagið gefur Kalmansvík ehf. heimild til að útfæra allt að sjö hektara land við Kalmansvík þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. 30.7.2007 17:23
Heimildarmynd Sigur Rósar frumsýnd í haust Heimildamynd Sigur Rósar, Heima, verður frumsýnd í haust. Myndin sýnir tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Ísland á síðasta ári. Ferðalagið var endapunktur tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn sem farin var í kjölfar útgáfu plötunnar Takk. 30.7.2007 17:23
Bílvelta á Biskupstungnabraut Bifreið valt á Biskupstungnabraut á fjórða tímanum í dag. Bifreiðin var á norðurleið og í nánd við afleggjarann að Þingvöllum fipaðist ökumaðurinn með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Konan sem var við stýrið var flutt á Selfoss til skoðunnar en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Bíllinn skemmdist nokkuð og var hann dreginn á brott með kranabíl. 30.7.2007 17:06
Íslensk stúlka í róðrarliði Oxford Íslensk stúlka, Margrét Helga Ögmundsdóttir doktorsnemi í lífefnafræði við Oxford háskóla hefur verið valin í úrvalslið skólans í róðri, aðeins hálfu ári eftir að hún hóf æfingar. Liðið mun yfirleitt vera skipað landsliðsmönnum og Ólympíuförum, en 150 ára hefð er fyrir róðrarkeppni Oxford og Cambridge. 30.7.2007 16:39
Margir grunnskólar eiga eftir að ráða kennara Tuttugu og sjö grunnskólar í Reykjavík auglýstu eftir kennurum í Fréttablaðinu í gær, fyrir komandi skólaár sem hefst um miðjan ágúst. Skólastjórar sem Vísir talaði við segja að útlitið sé verra en í meðalári og sumir tala jafnvel um ófremdarástand. 30.7.2007 15:51
Náttúrusamtök leggjast gegn nýrri veglínu þjóðvegar 1 Stjórn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands legst gegn því að veglínu þjóðvegar 1 verði breytt þar sem hann liggur um Mýrdal en hreppsnefndin hefur tekið ákvörðun um breytingu á aðalskipulagstillögu þess efnis. Stjórn samtakanna telur ljóst að samþykkt sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um veglínu muni valda verulegum óafturkræfum breytingum á svæðinu. 30.7.2007 15:39
Fengu ekki að leggja fram bókanir í bæjarstjórn Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar eru ósáttir við vinnubrögð meirihlutans varðandi samkomulag sem gert hefur verið við Kalmansvík ehf. um heimild til að útfæra land þar sem fyrirhugað er að reisa allt að 450 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Á aukafundi í bæjarstjórn sem haldinn var á laugardaginn var fulltrúum minnihlutans meinað að leggja fram bókanir vegna málsins. 30.7.2007 15:04
Mikill húmoristi fallinn frá Leikstjórinn Ingmar Bergman lést í gær. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri segir að hann hafi verið mikill húmoristi og sálkönnuður. Hann hafi verið virtur leikstjóri og muni verða sárt saknað. 30.7.2007 13:35
Íslendingar í samstarf við Indverja á sviði sjávarútvegs Sendiherra Íslands á Indlandi, Dr. Gunnar Pálsson, og ráðuneytisstjóri sjávarútvegsmála í landbúnaðarráðuneyti Indlands, frú Charusheela Soni, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um samstarf Íslands og Indlands á sviði sjávarútvegsmála. 30.7.2007 13:05
Lögregla telur morðið á Sæbraut upplýst Lögreglan telur að morð á 35 ára gömlum manni á Sæbraut í Reykjavík í gær sé upplýst. Engu að síður er fjöldi þátta afar óljós sem tengist atburðarásinni og heldur lögreglan því áfram rannsókn sinni. 30.7.2007 12:55
Mesta laxveiðin er í Elliðaánum Laxveiði á hverja stöng er lang mest í Elliðaánum það sem af er veiðitímanum, eða tæplega tveir og hálfur lax á stöng á dag. Næst kemur Selá í Vopnafirði með rétt tæpa tvo laxa og Haffjarðará á Snæfellsnesi með liðlega einn og hálfan. Í fjórða sæti er svo Laxá á Ásum með einn komma þrjá laxa á stöng á dag, en hún hefur lengi verið talin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins. 30.7.2007 12:47
Eldur í rafmagnsköplum í opnum skurðum Eldur kviknaði í rafmagnsköplum í opnum skurðum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fyrst kviknaði í kapli við Hnoðraholt í Garðabæ okg urðu spengingar í kaplinum með neistaflugi og reyk. Lögregla lokaði svæðinu og var kallað á starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja kapalinn áður en slökkviliðið sprautaði vatni yfir. 30.7.2007 12:42
Íslensk fyrirtæki gera sig gildandi í Kanada Tvö íslensk fyrirtæki eru að hefja innrás í kandadískt efnahagslíf , annað á sviði jarðhita og hitt á sviði kulda. Jarðhitafyrirtækið Geysir Green Energy, sem nýverið keypti þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja, hefur keypt 20 prósenta hlut í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower Corporation fyrir um 600 milljónir íslenskra króna. 30.7.2007 12:33
Kristinn Hallsson óperusöngvari látinn Kristinn Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfararnótt laugardags. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926 og var áttatíu og eins árs að aldri. Hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan brottfararprófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölda óperusýninga og tónleika, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistarkennslu. 30.7.2007 12:20
Hann bjargaði lífi dóttur minnar Hann bjargaði lífi dóttur minnar, segir móðir stúlkunnar sem ráðist var á með hrottafengnum hætti fyrir utan skemmtistaðinn Sólon um helgina, og vísar þar til sjónarvotts sem kom stúlkunni til hjálpar. Stúlkan, sem var meðal annars bitin á eyra, liggur enn á sjúkrahúsi, en hún undirgekkst aðgerð í gær. 30.7.2007 12:05
Nafn mannsins sem lést við Minni-Borg Maðurinn sem lést í bifhjólaslysi á laugardagskvöldið á Biskupstungnabraut á móts við verslunina Minni-Borg hét Gunnlaugur Björnsson, fæddur 1977. Gunnlaugur bjó í foreldrahúsum í Hveragerði. Hann var ókvæntur og barnslaus. 30.7.2007 11:59
Tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti aukast um þriðjung Fjármagnstekjuskattur hækkar um þriðjung á milli ára og nú greiða rösklega níutíuþúsund landsmenn skatt af fjármagnstekjum. Skattgreiðendum hefur aldrei fjölgað jafn mikið á milli ára en nú og er skýringin sá mikli fjöldi útlendinga sem bæst hefur á íslenskan vinnumarkað. 30.7.2007 11:55
Veðurútlit vont fyrir verslunarmannahelgina Gert er ráð fyrir að miklu rigningaróveðri á Íslandi um verslunarmannahelgina þegar lægð gengur yfir Ísland. 30.7.2007 11:33
Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri Stöðvar 2 Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2 og Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri frá og með 1. ágúst. 30.7.2007 11:13
Úrvalsvísitalan sveiflaðist mikið í júlí Miklar hreyfingar voru á Úrvalsvísitölunni í júlí. Í Morgunkorni Glitnis kemur fram að eftir miklar hækkanir í byrjun mánaðarins þar sem vísitalan náði hæsta lokagildi sínu 18. júlí í 9.016 stigum hafi Úrvalsvísitalan gefið töluvert eftir. Lokagildi vísitölunnar á föstudaginn var 8.697 stig sem samsvarar 3,54 prósenta lækkun frá lokagildinu 18. júlí. 30.7.2007 10:32
Nærri 82 milljarðar greiddir í almennan tekjuskatt Alls greiða 175.399 einstaklingar, eða 69% framteljenda almennan tekjuskatt, sem nemur samtals 81,9 milljarði króna fyrir árið 2006. Skattgreiðsla á hvern gjaldanda hefur hækkað um 5,1 % milli ára, eða mun minna en gjaldstofninn, sem hækkaði um 10%. Þetta er meðal annars vegna þess að tekjuskattshlutfallið lækkaði úr 24,75% í 23,75% í upphafi ársins 2006 auk þess sem persónuafsláttur hækkaði um 2,5%. 30.7.2007 10:22
Bilun í götuljósarafstreng Í nótt var Orkuveitu Reykjavíkur tilkynnt um bilanir á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, við Eskiholt í Garðabæ og Skipholt í Reykjavík. Við eftirgrennslan fannst ekki bilun í Garðabæ en við Skipholt hafði götuljósarafstrengur bilað. 30.7.2007 09:32
Vísitala framleiðsluverðs fer lækkandi Vísitala framleiðsluverðs í júní var 118,2 stig og lækkaði um 0,1 prósent frá fyrri mánuðu að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir lækkaði um eitt prósent og var 119,7 stig og vísitala fyrir stóriðju lækkaði um 1,3 prósent og var 143,3 stig. 30.7.2007 09:30
Eldur í bíl á Hverfisgötu Eldur kom upp í bíl á Hverfisgötu um klukkan hálf sex í kvöld. Að sögn lögreglunnar var bíllinn á ferð þegar skyndilega byrjar að rjúka upp úr vélarhlífinni. 29.7.2007 20:27
11 teknir fyrir hraðakstur Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag 11 ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var á 135 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheiði. Hann var ennfremur próflaus og grunaður um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna. 29.7.2007 20:18
Álagningarseðlar skattstjórans á Netinu Hægt verður að nálgast álagningarseðla frá skattstjóra á Netinu eftir klukkan fjögur á morgun. Seðlarnir sjálfir verða bornir út á þriðjudaginn. 29.7.2007 20:15
Í fangelsi fyrir ólæti og ölvun Tveir gistu fangaklefa lögreglunnar í Snæfellsbæ í nótt vegna óláta og ölvunar í Grundarfirði en þar fór fram um helgina bæjarhátíðin Á góðri stund. Að öðru leyti gekk hátíðin áfallalaust fyrir sig að sögn lögreglunnar í Snæfellsbæ. 29.7.2007 20:15
Keyrt á tvö lömb í Öxnadal Keyrt var á tvö lömb í Öxnadal um helgina en bæði skiptin lét ökumaður sig hverfa án þess að tilkynna atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru nokkur tilvik á hverju sumri að keyrt sé á búfénað. Oftast láta menn þó vita. Bæði lömbin fundust dauð. 29.7.2007 19:50
Til álita að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn fljúgi eftirlitsflug Utanríkisráðherra segir að til álita komi að Danir, Norðmenn, Bretar eða Kanadamenn taki þátt í lofteftirliti NATO hér á landi, þótt ekkert hafi enn verið staðfest varðandi þátttöku ríkjanna. Formaður Vinstri grænna og þingmaður Frjálslynda flokksins eru sammála um að byrjað hafi verið á öfugum enda í málinu. 29.7.2007 19:22
Samgönguráðherra telur óeðlilegt að lágflug verði heimilað Samgönguráðherra telur óeðlilegt að veitt sé leyfi fyrir lágflugi orrustuþotna í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, hér á landi um miðjan ágúst. Stjórnandi æfinganna hefur staðfest að búið sé að senda inn beiðni um slíkt. Formaður Vinstri grænna telur æfingarnar sýndarmennsku og utanríkisráðherra er ókunnugt um málið. 29.7.2007 19:16
Maður tók konu sína í gíslingu í Básum í Þórsmörk Maður á fimmtugsaldri gekk berserksgang í Básum í Þórsmörk í nótt og hélt konu sinni í gíslingu um tíma. Hann er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi. 29.7.2007 19:06
Einkahagsmunir á kostnað almannahagsmuna í Þorskafirði Sýslumaðurinn á Patreksfirði sem barist hefur af krafti fyrir úrbótum á Vestfjarðavegi, segir að landeigendur í Þorskafirði láti einkahagsmuni framar almannahagsmunum með því að höfða mál gegn umhverfisráðherra. Ráðherra hefur heimilað að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg í Þorskafirði. Landeigendur segja að Teigsskógur sé ósnortinn og að arnarvarpi sé ógnað með nýja veginum. 29.7.2007 19:00
Þrjátíu ný störf og á annað þúsund ferðamenn í sjóstangaveiði á Vestfjörðum Ferðaþjónusta tengd sjóstangaveiði hefur stóraukist á Vestfjörðum og menn sjá mikla möguleika í skemmtisiglingum. Á annað þúsund manns hafa komið á sjóstöng á Flateyri og Suðureyri það sem af er sumri. Þetta er tvöfaldur íbúafjöldinn í þessum tveimur sjávarplássum. 29.7.2007 18:55
Bútur bitinn af eyra konu fyrir utan skemmtistað Tuttugu og sjö ára kona varð fyrir hrottafenginni líkamsárás þriggja kvenna um tvítugt, í biðröð við skemmtistaðinn Sólon í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Hún var dregin á hárinu eftir gangstéttinni, sparkað í hana og stór bútur bitinn af eyra hennar, að sögn sjónarvotta. 29.7.2007 18:52