Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Sighvatur Jónsson skrifar 30. júlí 2007 19:02 Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira