Hernaðarandstæðingar ósáttir við lágflug Sighvatur Jónsson skrifar 30. júlí 2007 19:02 Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga eru ekki ánægð með að herþotur á vegum Atlantshafsbandalagsins fái að fljúga lágflug yfir hálendinu í tvær klukkustundir í senn dagana fjórtánda og fimmtánda ágúst. Framkvæmdastjóri Íshesta segir að litlu hafi mátt muna að stórslys yrði fyrir nokkrum árum vegna slíks flugs. Formleg umsókn vegna lágflugs hefur borist samgönguráðuneytinu. Í tengslum við heræfinguna Norður-víkingur, sem fer fram hér á landi um miðjan ágúst, hefur utanríkisráðuneytið óskað eftir því að lágflug verði heimilað yfir hálendinu fjórtánda og fimmtánda ágúst. Lágflug er ekki leyfilegt fyrr en í september, og því þarf að sækja um undanþágu. Utanríkisráðuneytið sækir um þessa undanþágu til vara, ef ekki mun viðra til flugæfinga yfir sjó suðvestur af landinu. Í umsókninni er gert ráð fyrir lágflugi orrustuþotna yfir svokölluðu Lómasvæði - sem nær yfir Sprengisand, Hofsjökul og Vatnajökul, tvo tíma í senn hvorn dag. Einar Bollason hjá Íshestum segir það sína reynslu að utanríkisráðuneytið láti vita af slíku lágflugi með góðum fyrirvara. Sá háttur hafi verið hafður á í kjölfar þess að stórslys hafi nærri orðið fyrir nokkrum árum, þegar hávaði frá herþotum í lágflugi fældi hesta ferðamannahóps á vegum fyrirtækisins. Þrátt fyrir að lágflug sé varaáætlun og tímamörkin stutt, eru samtök hernaðarandstæðinga ekki sátt við fyrirætlanir utanríkisráðuneytisins. Einar Ólafsson, talsmaður samtakanna, segir að þótt einungis væri um fimmtán mínútna flug að ræða myndi gífurlegur hávaði frá þotunum raska kyrrð. Þess utan sé það grundvallaratriði hjá samtökunum að vera andvíg öllum heræfingum. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra vill koma því á framfæri að ekki verði farið fram á varaheimild til lágflugs yfir landinu í tengslum við heræfingar á landinu um miðjan ágúst, og að lágflug verði því ekki hluti æfinganna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var búið að fara fram á slíka heimild, svo breyting hefur orðið þar á.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Sjá meira