Innlent

17 fíkniefnahundar sinna fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina

Sighvatur Jónsson skrifar

Aron, Týri og Asi eru meðal sautján fíkniefnahunda sem munu aðstoða lögregluna og tollgæsluna í sameiginlegu fíkniefnaeftirliti um Verslunarmannahelgina. Sighvatur Jónsson prófaði að fela á sér fíkniefni í nágrenni við hundana í dag - sjáðu hvernig það gekk, með því að spila innslagið.

Lögreglan og tollgæslan vinna saman að fíkniefnaeftirliti um verslunarmannahelgina, þar sem lögreglu- og tollgæslumenn vinna með fíkniefnahundum að eftirliti. Mannaflanum verður dreift eftir því hvert straumur fólks mun liggja. Bæði verður eftirlit á helstu útihátíðum helgarinnar og á ferðinni, þar sem fólk safnast saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×