Innlent

Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri Stöðvar 2

Sigmundur Ernir Rúnarsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fréttasviðs fréttastofu Stöðvar 2 og Steingrímur Sævarr Ólafsson verður fréttastjóri frá og með 1. ágúst.

Samkvæmt síðustu áhorfsmælingu Capacent Gallup er fréttastofa Stöðvar 2 og Ísland í dag í sókn í áhorfi og þessum breytingum ætlað að fylgja þeim árangri eftir.

Sigmundur Ernir verður áfram einn af þremur aðallesurum fréttastofu Stöðvar 2 ásamt Loga Bergmanni Eiðssyni og Eddu Andrésdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×