Innlent

Íslensk fyrirtæki gera sig gildandi í Kanada

Tvö íslensk fyrirtæki eru að hefja innrás í kandadískt efnahagslíf , annað á sviði jarðhita og hitt á sviði kulda. Jarðhitafyrirtækið Geysir Green Energy, sem nýverið keypti þriðjungs hlut í Hitaveitu Suðurnesja, hefur keypt 20 prósenta hlut í kanadíska fyrirtækinu Western GeoPower Corporation fyrir um 600 milljónir íslenskra króna.

Höfuðstöðvar kanadíska fyrirtækisins eru í Vancouver og er það að reisa jarðvarmavirkjun á Geysis jarðhitasvæðinu í norðanverðri Kaliforníu. Þá er í undirbúningi að reisa jaðrvarmavirkjun í bresku Columbíu í Kanada sem á að framleiða hudnrað megawött. Geysir Green Energy var stofnað á þessu ári og er í eigu FL Group, Glitnis og VGK hönnunar. Ásgeir Margeirsson forstjóri segri að með þáttöku í kanadíska fyrirtækinu verði það betur í stakk buið til að taka þátt í fleir verkefnum á þessu sviði í framtíðinni.

Þá hefur náðst samkomulag um að Eimskip yfirtaki kæli- og frystigeymslufyrirtækið Versacold Income Fund í Kanada fyrir um 68 milljarða króna. Yfirtökutilboðið var gert í nafni nýstofnaðs dótturfélags Eimskips og er Eimskip nú orðið stærsta frysti- og kæligeymslufyrirtæki í heimi,með 180 kæli- og frystigeymslur í fimm heimsálfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×