Innlent

Eldur í rafmagnsköplum í opnum skurðum

Eldur kviknaði í rafmagnsköplum í opnum skurðum á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Fyrst kviknaði í kapli við Hnoðraholt í Garðabæ okg urðu spengingar í kaplinum með neistaflugi og reyk. Lögregla lokaði svæðinu og var kallað á starfsmenn Orkuveitunnar til að aftengja kapalinn áður en slökkviliðið sprautaði vatni yfir.

Tveimur klukkustundum síðar kom upp svipað tilvik í Skipholti í Reykjavík og gullu hvellir við um hverfið. Viðbrögð voru þau sömu og í Hnoðraholtinu. Orsakir útleiðslunnar í Skipholti eru raktar til framkvæmda í grennd við gamlar raftengingar, sem hvarvetna er verið að endurnýja. Orsakirnar við Hnoðraholt eru hinsvegar enn ókunnar, en verða rannsakaðar nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×