Innlent

Heimildarmynd Sigur Rósar frumsýnd í haust

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sigur Rós kom við á Snæfellsnesi á leið sinni um Ísland.
Sigur Rós kom við á Snæfellsnesi á leið sinni um Ísland. Mynd/ Gunnar Gunnarsson

Heimildamynd Sigur Rósar, Heima, verður frumsýnd í haust. Myndin sýnir tónleikaferðalag hljómsveitarinnar um Ísland á síðasta ári. Ferðalagið var endapunktur tónleikaferðar sveitarinnar um heiminn sem farin var í kjölfar útgáfu plötunnar Takk.

Georg Holm, bassaleikari hljómsveitarinnar, segist eiga von á því að myndin verði tilbúin í október. Georg segir að hljómsveitin hafi ákveðið að gefa út nýja plötu um leið og myndin komi út. Platan muni bera titilinn Hvarf. Á henni verði bæði gömul lög í nýjum búningi en einnig gamlar upptökur af lögum sem aldrei hafa verið gefin út.

Georg segir að Sigur Rós muni fylgja myndinni eftir í heimsreisu og meðlimir hljómsveitarinnar muni verða viðstaddir frumsýningar sem víðast í heiminum. Eftir að þeirri reisu ljúki verði væntanlega hafist handa við útgáfu á nýrri plötu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×