Innlent

Mikill húmoristi fallinn frá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrafn gerði heimildarmynd um dvöl Bergmans á Íslandi
Hrafn gerði heimildarmynd um dvöl Bergmans á Íslandi Mynd/Vísir

Leikstjórinn Ingmar Bergman lést í gær. Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri gerði heimildarmynd um dvöl Bergmans á Íslandi og var þeim vel til vina. Hrafn segir að Bergman hafi verið margbrotinn persónuleiki og mikill húmoristi, sem sjáist vel í mynd hans Sumarnætur.

Hrafn segir að í kvikmyndagerð verði Bergmans helst minnst fyrir það hversu djúpt hann hafi kafað í mannssálina og að hafa fengist við efni sem séu hálfgert „taboo", eins og samskipti karls og konu. Hann segir það vera mjög til eftirbreytni hve agaður Bergman hafi verið við gerð kvikmynda og hve mikla virðingu hann hafi sýnt leikurum.

Hrafn segir að Bergman hafi séð mynd sína, Hrafninn flýgur, fyrir tilviljun og hann hafi átt mikinn þátt í því hversu góðri dreifingu hún náði á Norðurlöndunum. Hrafn telur að kvikmyndagerðafólk hafi borið mikla virðingu fyrir Bergman og að hans verði sárt saknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×