Innlent

Keyrt á tvö lömb í Öxnadal

Keyrt var á tvö lömb í Öxnadal um helgina en bæði skiptin lét ökumaður sig hverfa án þess að tilkynna atvikið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri eru nokkur tilvik á hverju sumri að keyrt sé á búfénað. Oftast láta menn þó vita. Bæði lömbin fundust dauð.

Þá fannst neysluskammtur af kannabisefnum við húsleit á Akureyri í nótt. Að sögn lögreglu var tekin skýrsla af húsráðanda á staðnum og málið klárað þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×