Innlent

Kristinn Hallsson óperusöngvari látinn

Kristinn Hallsson óperusöngvari andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði aðfararnótt laugardags. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1926 og var áttatíu og eins árs að aldri. Hann hóf nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk síðan brottfararprófi frá Konunglega tónlistarskólanum í London. Kristinn tók þátt í fjölda óperusýninga og tónleika, bæði hér á landi og erlendis og stundaði tónlistarkennslu.

Þá var hann ráðinn fulltrúi í Menntamálaráðuneytinu árið 1970 og sæmdur Riddarakrossi íslensku fálkaorðunar árið 1978. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, en eiginkona hans Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir lést fyrir 14 árum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×