Innlent

Bílvelta á Biskupstungnabraut

Bifreið valt á Biskupstungnabraut á fjórða tímanum í dag. Bifreiðin var á norðurleið og í nánd við afleggjarann að Þingvöllum fipaðist ökumaðurinn með þeim afleiðingum að bifreiðin valt. Konan sem var við stýrið var flutt á Selfoss til skoðunnar en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Bíllinn skemmdist nokkuð og var hann dreginn á brott með kranabíl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×