Innlent

Álagningarseðlar skattstjórans á Netinu

MYND/365

Hægt verður að nálgast álagningarseðla frá skattstjóra á Netinu eftir klukkan fjögur á morgun. Seðlarnir sjálfir verða bornir út á þriðjudaginn.

Í tilkynningu frá skattstjóra kemur fram að með örfáum undantekningum verði inneignir lagðar beint inn á bankareikning á miðvikudaginn eða greiddar út með ávísunum.

Þá kemur einnig fram að þeir sem hafa glatað veflykli sínum geta óskað eftir nýum á skattur.is og fengið hann sendan í heimabanka eða póstlagðan á lögheimili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×