Innlent

Mesta laxveiðin er í Elliðaánum

Laxveiði á hverja stöng er lang mest í Elliðaánum það sem af er veiðitímanum, eða tæplega tveir og hálfur lax á stöng á dag. Næst kemur Selá í Vopnafirði með rétt tæpa tvo laxa og Haffjarðará á Snæfellsnesi með liðlega einn og hálfan. Í fjórða sæti er svo Laxá á Ásum með einn komma þrjá laxa á stöng á dag, en hún hefur lengi verið talin ein gjöfulasta laxveiðiá landsins.

Laxastofninn í Elliðaánum viðrist því vera að jafna sig eftir áfallið sem hann varð fyrir þegar kýlapset herjaði á hann fyrir nokkrum árum. Annars er laxveiði að glæðast víða um land eftir að rennsli fór að aukast í ánum vegna rigninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×