Innlent

11 teknir fyrir hraðakstur

Lögreglan á Selfossi stöðvaði í dag 11 ökumenn fyrir hraðakstur. Sá sem fór hraðast var á 135 kílómetra hraða á klukkustund á Hellisheiði. Hann var ennfremur próflaus og grunaður um akstur undir áhrifum ávana- eða fíkniefna.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi hafði maðurinn áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var tekinn um fjögurleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×