Fleiri fréttir 270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna. 24.5.2007 15:03 Ný ríkisstjórn tekur við völdum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn. 24.5.2007 14:33 Dæmdur fyrir að stinga lögregluna af á mótorhjóli Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 350 þúsund krónur í sekt og svipti hann ökuréttindum í hálft ár fyrir margvísleg umferðarlagabrot bæði á bílum og mótorhjóli. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að stinga lögregluna af á Suðurlandsvegi. 24.5.2007 14:27 Lofa að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield Bretar hafa lofað að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield en áform þessa efnis voru kynnt norrænni sendinefnd sem heimsótti stöðina á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrir tveimur árum lak geislavirkur vökvi frá endurvinnslustöð Sellafield og voru norræn stjórnvöld ekki látin vita. 24.5.2007 14:00 Ekki sammála um hvort lögreglusamþykkt sé úrelt Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir að ekki þyki lengur tiltökumál þótt menn séu fullir og vitlausir á sveitaböllum og því beri ekki að dæma menn fyrir það. Sýslumaður er á allt öðru máli. 24.5.2007 13:00 Minna atvinnuleysi en spáð var Atvinnuleysi á landinu á þessu ári gæti orðið minna en spár gerður ráð fyrir samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Færri en tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið færri í aprílmánuði síðan árið 2000. 24.5.2007 12:50 Bleikja á Bessastöðum Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra. 24.5.2007 12:32 Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. 24.5.2007 12:30 Ráðist á Íslending í Malaví Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi. 24.5.2007 12:15 Hvalveiðar skaða Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata. 24.5.2007 12:10 Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex Jón Sigurðsson fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði. 24.5.2007 12:07 Hagar fagna yfirlýsingu um aukið frelsi með landbúnaðarvörur Fyrirtækið Hagar, dótturfélag Baugs sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, fagnar yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um aukið frelsi með landbúnaðarvörur og segir slíkt frelsi forsenda fyrir lægra matvöruverði á Íslandi. 24.5.2007 11:50 Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar. 24.5.2007 11:33 Opnað fyrir lóðaumsóknir í Úlfarsárdal Búið er að opna fyrir umsóknir vegna lóða í Úlfarsárdal en alls er um 115 lóðir að ræða. Lóðum verður úthlutað á föstu verði og eru dýrustu lóðirnar metnar á 11 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist hratt upp og að þar muni búa um 10 þúsund manns. 24.5.2007 11:31 Mikil aukning umferðarlagabrota Umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðifirði hafa aukist um 140 prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í síðasta mánuði voru 121 ökumaður tekinn í umdæminu vegna umferðarlagabrots en í sama mánuði í fyrra voru þeir 37 talsins. Aukið eftirlit og markvissari stýring umferðareftirlits skýrir að mestu þessa fjölgun. 24.5.2007 11:18 Ríkisstjórnin taki á vanda sjávarþorpanna án tafar Kristinn H. Gunnarsson var kjörinn þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á fundi í gær. Varaformaður er Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson er ritari. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun vegna stöðunnar sem upp er komin á Flateyri. 24.5.2007 11:05 Fráfarandi ríkisstjórn á sínum síðasta ríkisráðsfundi Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom saman á sinn síðasta ríkisráðsfund ásamt forseta Íslands á Bessastöðum nú klukkan hálfellefu. 24.5.2007 10:57 Tölvum stolið úr Golfskála Kiðjabergs í Grímsnesi Brotist var inn í golfskálann hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í Grímsnesi í gærkvöldi eða nótt og ýmsu stolið þaðan. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér þrjár tölvur, þar af tvær splunkunýjar, áfengi og eitthvað af peningum. 24.5.2007 10:51 Rekstur Konukots tryggður til áramóta Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs. 24.5.2007 10:18 Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn. 24.5.2007 10:15 Ráðist á Íslending í Malaví Íslenskur starfsmaður Þróunarstofnunar Íslands var rændur í Malaví í bænum Monkey Bay við Malavívatn. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Allir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið fluttir frá svæðinu og skrifstofu stofnunarinnar hefur verið lokað uns öryggi starfsmanna hefur verið tryggt. 23.5.2007 22:12 Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík Betur fór en á horfðist í Njarðvík í kvöld þegar eldur kom upp í stigagangi þriggja hæða fjölbýlishúss. Kveikt var í blaðastafla og töluverður reykur myndaðist í húsinu. Nokkuð víst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. 23.5.2007 21:48 Reykurinn reyndist vera hitavatnsgufa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var nú fyrir stundu kallað að bátaskýli í Hafnarfirði. Tilkynnt hafði verið um að reykur bærist frá skýlinu en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um hitavatnsleka var að ræða. 23.5.2007 20:36 Strikað yfir fortíðina varðandi deilur um Írak Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra mættu í Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem farið var um víðan völl. 23.5.2007 20:21 Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak Ísland verður ekki tekið af lista hinna staðföstu þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ yfirlýsinguna óljósa. 23.5.2007 19:54 Ráðuneytum ekki fækkað þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar Ekki fækkar ráðuneytum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þrátt fyrir að báðir flokkar hafi talað fyrir því. Hins vegar verða ráðneyti sameinuð og málaflokkar færðir til. 23.5.2007 19:32 Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. 23.5.2007 19:01 Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan. 23.5.2007 18:58 Tónlist.is hefur staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu Útgáfufyrirtækið Sena hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta síðustu daga þess efnis að tónlistarveitan Tónlist.is hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart flytjendum, útgefendum og höfundum. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu segir í tilkynningunni að Tónlist.is hafi að fullu staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu, og að það hafi fyrirtækið gert frá upphafi. 23.5.2007 17:52 Fjöldi fíkniefnabrota fer hratt vaxandi Eignarspjöllum og ölvunarakstursbrotum fjölgaði í síðastliðnum aprílmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð. Fjöldi fíkniefnabrota hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár en 185 brot voru framin í apríl. 23.5.2007 16:36 Sportbarir að fyllast fyrir leik Liverpool og AC Milan Mikil stemning hefur myndast á ölstofum á höfuðborgarsvæðinu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu milli Liverpool og AC Milan. Fyrstu gestir á sportbarnum Players í Kópavogi voru mættir áður en staðurinn opnaði í morgun. Þar bíða nú um 200 manns eftir að leikurinn hefjist. 23.5.2007 16:16 Bjóða peningaverðlaun fyrir upplýsingar um innbrot Verktakafyrirtækið Húsbygg hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar um stórfelld skemmdarverk sem unnin voru í nýbyggingu fyrirtækisins á Akranesi í síðustu viku 100 þúsund krónum í verðlaun. Talið er að tjón af völdum skemmdarvarganna nemi allt að fjórum milljónum króna. 23.5.2007 15:35 Ríkisstjórnarskipti á Bessastöðum á morgun Ákveðið hefur verið að ríkisráðsfundir fari fram á Bessastöðum á morgun klukkan hálfellefu og tvö. Á fyrri fundinum kemur gamla ríkisstjórnin saman, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og þá láta ráðherrar Framsóknarflokks og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins af embætti. Alþingi kemur saman í næstu viku. 23.5.2007 15:13 Fagna breytingum í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þó sérstkalega það sem snýr að heilbrigðismálum og landbúnaði. 23.5.2007 14:59 Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. 23.5.2007 14:47 Hlakkar til að takast á við breytingar með stjórnvöldum Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, líst vel á þau atriði sem snúa að landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hlakka til að takast á við breytingar í samvinnu við stjórnvöld. 23.5.2007 14:45 Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. 23.5.2007 14:17 Hive braut gegn fjarskiptalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt. 23.5.2007 13:50 Vilja fá svar áður en ráðist verður í umhverfismat Forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar þrýsta á um að sveitarfélög á Vestfjörðum svari á næstu mánuðum hvort vilji sé fyrir því að reisa olíuhreinsistöð í landshlutanum áður en fyrirtækið leggur út í umhverfismat. 23.5.2007 13:24 Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. 23.5.2007 13:15 Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna. 23.5.2007 12:35 Guðlaugur Þór inn - Sturla út Ein breyting varð á ráðherrahópi sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra en Sturla Böðvarsson lætur af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Sturla kveðst fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. 23.5.2007 12:25 Þingkonur Sjálfstæðisflokks segjast sáttar Þingkonur Sjálfstæðisflokksins segjast sáttar við ráðherravalið þótt þær hefðu kosið að fleiri konur færu í ríkisstjórn af hálfu flokksins. Þorgerður Katrín er eina konan í sex manna ráðherrahópi flokksins. 23.5.2007 12:17 Fagnar því að ríkisstjórn er mynduð á skömmum tíma Fyrr í morgun gékk Geir Haarde forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og gerði honum grein fyrir lyktum stjórnarmyndunarviðræðna. Forsetinn fagnaði því að stjórn hefði verið mynduð á skömmum tíma og að ekki hefði þurft að koma til atbeina forsetaembættisins við myndun stjórnar. 23.5.2007 12:10 Láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi samstarf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stefnuskrá ríkistjórnarinnar endurspegla þau atriði sem flokkurinn lagði áherslu á fyrir kosningar. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkana sammála um að láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi stjórnarsamstarf. Þetta kom fram í máli formannanna á blaðamannafundi á Þingvöllum fyrir skemmstu. 23.5.2007 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
270 milljóna króna kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa Kröfur í þrotabú Ágústs og Flosa á Ísafirði, sem varð gjaldþrota í upphafi árs, nema rúmlega 270 milljónum króna. Eftir því sem segir á vef Bæjarins besta gerir Guðmundur St. Björgmundsson stærstu kröfuna fyrir hönd Dalshúsa ehf. og nemur hún 70 milljónum króna. 24.5.2007 15:03
Ný ríkisstjórn tekur við völdum Ný ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum nú klukkan tvö. Nýir ráðherrar Samfylkingarinnar komu laust fyrir klukkan tvö og vakti athygli að þau Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra, Kristján Möller samgönguráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra komu saman í bíl á fundinn. 24.5.2007 14:33
Dæmdur fyrir að stinga lögregluna af á mótorhjóli Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 350 þúsund krónur í sekt og svipti hann ökuréttindum í hálft ár fyrir margvísleg umferðarlagabrot bæði á bílum og mótorhjóli. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að stinga lögregluna af á Suðurlandsvegi. 24.5.2007 14:27
Lofa að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield Bretar hafa lofað að auka öryggi kjarnorkuversins í Sellafield en áform þessa efnis voru kynnt norrænni sendinefnd sem heimsótti stöðina á þriðjudaginn. Þetta kemur fram í frétt frá Norrænu ráðherranefndinni. Fyrir tveimur árum lak geislavirkur vökvi frá endurvinnslustöð Sellafield og voru norræn stjórnvöld ekki látin vita. 24.5.2007 14:00
Ekki sammála um hvort lögreglusamþykkt sé úrelt Dómari við Héraðsdóm Suðurlands segir að ekki þyki lengur tiltökumál þótt menn séu fullir og vitlausir á sveitaböllum og því beri ekki að dæma menn fyrir það. Sýslumaður er á allt öðru máli. 24.5.2007 13:00
Minna atvinnuleysi en spáð var Atvinnuleysi á landinu á þessu ári gæti orðið minna en spár gerður ráð fyrir samkvæmt vefriti fjármálaráðuneytisins. Færri en tvö þúsund manns voru skráðir atvinnulausir í síðasta mánuði og hafa þeir ekki verið færri í aprílmánuði síðan árið 2000. 24.5.2007 12:50
Bleikja á Bessastöðum Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins situr nú að snæðingi á Bessastöðum eftir ríkisráðsfund í morgun. Við hádegisverðinn eru einnig makar ráðherra. 24.5.2007 12:32
Hvetur stjórnvöld til að skrifa undir fleiri mannréttindasamninga Íslendingar hafa ekki skrifað undir eða fullgilt alþjóðasamning um réttindi farandverkafólks og ekki fullgilt evrópusamning gegn mansali. Framkvæmdastjóri íslandsdeildar Amnesty International hvetur nýja ríkisstjórn til að gera það og skrifa undir aðra mikilvæga mannréttindasamninga. 24.5.2007 12:30
Ráðist á Íslending í Malaví Allir starfsmenn Þróunarsamvinnustofnunar Íslands hafa verið fluttir frá Monkey Bay í Malaví tímabundið vegna árásar á íslenskan starfsmann þar í fyrrinótt. Yfirvöld í Malaví hafa ekki hafa haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust vopnaðir inn á heimili mannsins og rændu þaðan öllu verðmætu. Maðurinn var keflaður og lífverðir hans læstir inni í útihúsi. 24.5.2007 12:15
Hvalveiðar skaða Tvöhundruð afbókanir í ferðaþjónustu gætu eytt hagnaði af sölu hvalkjöts, segir rekstrarráðgjafi sem kynnti skýrslu um efnahagsleg áhrif hvalveiða í morgun. Þar kemur fram að hvalveiðar eru líklegri til að valda íslensku efnahagslífi skaða en ábata. 24.5.2007 12:10
Jón fær biðlaun í þrjá mánuði en flokksfélagar í sex Jón Sigurðsson fráfarandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, fær greidd biðlaun ráðherra í þrjá mánuði. Aðrir fráfarandi ráðherrar Framsóknarflokksins fá hins vegar greidd biðlaun í sex mánuði. 24.5.2007 12:07
Hagar fagna yfirlýsingu um aukið frelsi með landbúnaðarvörur Fyrirtækið Hagar, dótturfélag Baugs sem meðal annars rekur Bónus, Hagkaup og 10-11, fagnar yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar um aukið frelsi með landbúnaðarvörur og segir slíkt frelsi forsenda fyrir lægra matvöruverði á Íslandi. 24.5.2007 11:50
Landsvirkjun opnar vef vegna Þjórsárvirkjana Landsvirkjun hefur opnað sérstakan vef með upplýsingum um áform um þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Þetta eru Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Vefslóðin er www.thjorsa.is en einnig er hægt að tengjast vefnum af heimasíðu Landsvirkjunar. 24.5.2007 11:33
Opnað fyrir lóðaumsóknir í Úlfarsárdal Búið er að opna fyrir umsóknir vegna lóða í Úlfarsárdal en alls er um 115 lóðir að ræða. Lóðum verður úthlutað á föstu verði og eru dýrustu lóðirnar metnar á 11 milljónir króna. Áætlanir gera ráð fyrir að hverfið byggist hratt upp og að þar muni búa um 10 þúsund manns. 24.5.2007 11:31
Mikil aukning umferðarlagabrota Umferðarlagabrot í umdæmi lögreglunnar á Egilsstöðum og Seyðifirði hafa aukist um 140 prósent á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Í síðasta mánuði voru 121 ökumaður tekinn í umdæminu vegna umferðarlagabrots en í sama mánuði í fyrra voru þeir 37 talsins. Aukið eftirlit og markvissari stýring umferðareftirlits skýrir að mestu þessa fjölgun. 24.5.2007 11:18
Ríkisstjórnin taki á vanda sjávarþorpanna án tafar Kristinn H. Gunnarsson var kjörinn þingflokksformaður Frjálslynda flokksins á fundi í gær. Varaformaður er Jón Magnússon og Grétar Mar Jónsson er ritari. Á fundinum var einnig samþykkt ályktun vegna stöðunnar sem upp er komin á Flateyri. 24.5.2007 11:05
Fráfarandi ríkisstjórn á sínum síðasta ríkisráðsfundi Fráfarandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks kom saman á sinn síðasta ríkisráðsfund ásamt forseta Íslands á Bessastöðum nú klukkan hálfellefu. 24.5.2007 10:57
Tölvum stolið úr Golfskála Kiðjabergs í Grímsnesi Brotist var inn í golfskálann hjá Golfklúbbi Kiðjabergs í Grímsnesi í gærkvöldi eða nótt og ýmsu stolið þaðan. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu á brott með sér þrjár tölvur, þar af tvær splunkunýjar, áfengi og eitthvað af peningum. 24.5.2007 10:51
Rekstur Konukots tryggður til áramóta Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurdeild Rauða Kross Íslands um áframhaldandi rekstur Konukots næstu sex mánuði. Konukot hefur verið starfandi síðan árið 2004 en þar geta heimilislausar konur leitað athvarfs. 24.5.2007 10:18
Elsti Vestfirðingurinn 103 ára í dag Torfhildur Torfadóttir, íbúi á Hlíf íbúðum aldraðra á Ísafirði og elsti Vestfirðingurinn, er 103 ára í dag. Fram kemur á vef Bæjarins besta að Torfhildur sem jafnframt fjórði elsti Íslendingurinn. 24.5.2007 10:15
Ráðist á Íslending í Malaví Íslenskur starfsmaður Þróunarstofnunar Íslands var rændur í Malaví í bænum Monkey Bay við Malavívatn. Frá þessu var greint í seinni fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Allir starfsmenn stofnunarinnar hafa verið fluttir frá svæðinu og skrifstofu stofnunarinnar hefur verið lokað uns öryggi starfsmanna hefur verið tryggt. 23.5.2007 22:12
Eldur í fjölbýlishúsi í Njarðvík Betur fór en á horfðist í Njarðvík í kvöld þegar eldur kom upp í stigagangi þriggja hæða fjölbýlishúss. Kveikt var í blaðastafla og töluverður reykur myndaðist í húsinu. Nokkuð víst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. 23.5.2007 21:48
Reykurinn reyndist vera hitavatnsgufa Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var nú fyrir stundu kallað að bátaskýli í Hafnarfirði. Tilkynnt hafði verið um að reykur bærist frá skýlinu en þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn kom í ljós að um hitavatnsleka var að ræða. 23.5.2007 20:36
Strikað yfir fortíðina varðandi deilur um Írak Þau Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, verðandi utanríkisráðherra mættu í Ísland í dag fyrr í kvöld þar sem farið var um víðan völl. 23.5.2007 20:21
Óljóst orðalag í yfirlýsingu um Írak Ísland verður ekki tekið af lista hinna staðföstu þó það hafi verið skýr vilji verðandi utanríkisráðherra fyrir kosningar. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak en forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar HÍ yfirlýsinguna óljósa. 23.5.2007 19:54
Ráðuneytum ekki fækkað þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar Ekki fækkar ráðuneytum í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þrátt fyrir að báðir flokkar hafi talað fyrir því. Hins vegar verða ráðneyti sameinuð og málaflokkar færðir til. 23.5.2007 19:32
Jafnræði milli flokkanna í ríkisstjórn Þingvallastjórnin er helmingaskiptastjórn þegar tekið er tillit til hvoru tveggja, skiptingu ráðuneyta og stjórnarsáttmálans, segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. 23.5.2007 19:01
Óljós sáttmáli segir stjórnarandstaðan Fátt stendur eftir af kosningaloforðum Samfylkingarinnar í nýjum stjórnarsáttmála, segir Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna. Formaður Framsóknarflokksins telur Samfylkingu hafa samið af sér. Leiðtogar tilvonandi stjórnarandstöðu segja sáttmálann óljósan. 23.5.2007 18:58
Tónlist.is hefur staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu Útgáfufyrirtækið Sena hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta síðustu daga þess efnis að tónlistarveitan Tónlist.is hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart flytjendum, útgefendum og höfundum. Eiður Arnarsson, forstöðumaður tónlistardeildar Senu segir í tilkynningunni að Tónlist.is hafi að fullu staðið við allar skuldbindingar gagnvart Senu, og að það hafi fyrirtækið gert frá upphafi. 23.5.2007 17:52
Fjöldi fíkniefnabrota fer hratt vaxandi Eignarspjöllum og ölvunarakstursbrotum fjölgaði í síðastliðnum aprílmánuði samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð. Fjöldi fíkniefnabrota hefur farið vaxandi undanfarin tvö ár en 185 brot voru framin í apríl. 23.5.2007 16:36
Sportbarir að fyllast fyrir leik Liverpool og AC Milan Mikil stemning hefur myndast á ölstofum á höfuðborgarsvæðinu fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu milli Liverpool og AC Milan. Fyrstu gestir á sportbarnum Players í Kópavogi voru mættir áður en staðurinn opnaði í morgun. Þar bíða nú um 200 manns eftir að leikurinn hefjist. 23.5.2007 16:16
Bjóða peningaverðlaun fyrir upplýsingar um innbrot Verktakafyrirtækið Húsbygg hefur heitið þeim sem getur gefið upplýsingar um stórfelld skemmdarverk sem unnin voru í nýbyggingu fyrirtækisins á Akranesi í síðustu viku 100 þúsund krónum í verðlaun. Talið er að tjón af völdum skemmdarvarganna nemi allt að fjórum milljónum króna. 23.5.2007 15:35
Ríkisstjórnarskipti á Bessastöðum á morgun Ákveðið hefur verið að ríkisráðsfundir fari fram á Bessastöðum á morgun klukkan hálfellefu og tvö. Á fyrri fundinum kemur gamla ríkisstjórnin saman, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni og þá láta ráðherrar Framsóknarflokks og Sturla Böðvarsson samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins af embætti. Alþingi kemur saman í næstu viku. 23.5.2007 15:13
Fagna breytingum í heilbrigðis- og landbúnaðarmálum Samband ungra sjálfstæðismanna lýsir yfir ánægju sinni með stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, þó sérstkalega það sem snýr að heilbrigðismálum og landbúnaði. 23.5.2007 14:59
Áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun úr sögunni Umhverfisstefna ríkisstjórnarinnar þýðir að áform Landsvirkjunar um Norðlingaölduvirkjun er úr sögunni að mati Árna Finnssonar, formanns Náttúrverndarsamtaka Íslands. Hann segir stefnu hinnar nýju ríkisstjórnar í umhverfismálum skref í rétta átt en þörf sé á frekari skilgreiningu varðandi losun gróðurhúsaloftegunda. 23.5.2007 14:47
Hlakkar til að takast á við breytingar með stjórnvöldum Haraldi Benediktssyni, formanni Bændasamtaka Íslands, líst vel á þau atriði sem snúa að landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Hann segist hlakka til að takast á við breytingar í samvinnu við stjórnvöld. 23.5.2007 14:45
Verið að festa í sessi núverandi stöðu í sjávarútvegsmálum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að með nýrri stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sé verið að festa núverandi stöðu í sjávarútvegs- og byggðamálum í sessi. Þá segir hann yfirlýsinguna vera helling af fögrum orðum á blaði en hann viti ekki hvað standi mikið á bak við þau. 23.5.2007 14:17
Hive braut gegn fjarskiptalögum Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að símafyrirtækið Hive hafi brotið gegn fjarskiptalögum þegar það hringdi í bannmerkt símanúmer í tengslum við markaðsstarf sitt. 23.5.2007 13:50
Vilja fá svar áður en ráðist verður í umhverfismat Forsvarsmenn Íslensks hátækniiðnaðar þrýsta á um að sveitarfélög á Vestfjörðum svari á næstu mánuðum hvort vilji sé fyrir því að reisa olíuhreinsistöð í landshlutanum áður en fyrirtækið leggur út í umhverfismat. 23.5.2007 13:24
Samfylkingin gaf mikið eftir í stjórnarviðræðunum Samfylkingin hefur gefið mikið eftir í stjórnarviðræðum við Sjálfstæðisflokkinn að mati Guðna Ágústssonar, nýs formanns Framsóknarflokksins. Hann segir ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vera hægri stjórn og óttast einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og að Íbúðalánasjóður verði lagður niður. Þetta kom fram í máli Guðna í hádegisviðtali á Stöð 2. Hann spáir hörðum átökum innan ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. 23.5.2007 13:15
Glitnir telur nýja stjórn umbóta- og velferðarstjórn Greiningardeild Glitnis segir um nýja ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins að heilt á litið virðist á ferðinni áframhaldandi frjálslynd umbóta- og velferðarstjórn sem leggi áherslu á góð rekstrarskilyrði fyrirtækja ásamt jöfnuði og bættum hag heimilanna. 23.5.2007 12:35
Guðlaugur Þór inn - Sturla út Ein breyting varð á ráðherrahópi sjálfstæðismanna. Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra en Sturla Böðvarsson lætur af embætti samgönguráðherra og verður forseti Alþingis. Sturla kveðst fremur hafa kosið að vera áfram ráðherra. 23.5.2007 12:25
Þingkonur Sjálfstæðisflokks segjast sáttar Þingkonur Sjálfstæðisflokksins segjast sáttar við ráðherravalið þótt þær hefðu kosið að fleiri konur færu í ríkisstjórn af hálfu flokksins. Þorgerður Katrín er eina konan í sex manna ráðherrahópi flokksins. 23.5.2007 12:17
Fagnar því að ríkisstjórn er mynduð á skömmum tíma Fyrr í morgun gékk Geir Haarde forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og gerði honum grein fyrir lyktum stjórnarmyndunarviðræðna. Forsetinn fagnaði því að stjórn hefði verið mynduð á skömmum tíma og að ekki hefði þurft að koma til atbeina forsetaembættisins við myndun stjórnar. 23.5.2007 12:10
Láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi samstarf Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir stefnuskrá ríkistjórnarinnar endurspegla þau atriði sem flokkurinn lagði áherslu á fyrir kosningar. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkana sammála um að láta ekki liðinn tíma hafa áhrif á komandi stjórnarsamstarf. Þetta kom fram í máli formannanna á blaðamannafundi á Þingvöllum fyrir skemmstu. 23.5.2007 11:30