Fleiri fréttir

Viðskiptaráðuneytið spennandi

Björgvin G. Sigurðsson nýr viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar segir viðskiptaráðuneytið spennandi ráðuneyti og mörg stór verkefni framundan á þeim vettvangi. Hann lýsti ánægju sinni með stjórnarsáttmálann, sáttmálinn væri metnaðarfullur og hefði fengið glymjandi fínar móttökur hjá flokksmönnum.

Tími Jóhönnu kominn

Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi ráðherra velferðarmála, segist hlakka til að setjast aftur í ráðherrastól en hún sat sem félagsmálaráðherra á árunum 1987-1994. Aðspurð segir hún ráðuneytið hafa breyst mikið síðan þá og bendir á að almannatryggingarnar færist nú til þess frá heilbrigðisráðuneytinu.

Mikilvæg ráðuneyti undir stjórn Samfylkingarinnar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir það hafa verið erfitt verk að velja fólk á ráðherralista flokksins. Hún segist ánægð með að flokkurinn skuli fara fyrir samgönguráðuneytinu, en Kristján L. Möller er nýr samgönguráðherra. Hún segir flokkinn einnig leggja mikla áherslu á ráðuneyti hins nýja atvinnulífs, iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðnuneytið.

Munum standa vörð um hagsmuni landbúnaðarins

Einar Kristinn Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það spennandi tilhugsun að taka við báðum ráðuneytunum en hann hefur verið sjávarútvegsráðherra í nærri tvö ár.

Nýjar þingkonur hefðu viljað sjá fleiri konur á meðal ráðherra

Arnbjörg Sveinsdóttir segir að konur innan flokksins finni sinn tíma og að þær komi sterkar inn á öðrum sviðum í störfum flokksins. Nýjir þingmenn flokksins, þær Guðfinna Bjarnadóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir segjast báðar hafa viljað sjá fleiri konur í ráðherraliðinu.

Hefði kosið jafnari hlut kynjanna

Ásta Möller, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, segist hafa kosið betri hlut kvenna í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, en fimm af ráðherrum flokksins eru karlar.

Kostir einkareksturs nýttir í meiri mæli segir nýr heilbrigðisráðherra

Guðlaugur Þór Þórðarson verður heilbrigðisráðherra í nýrri ríkisstjórn. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur verið skipt upp og í samtali við Stöð 2 sagði Guðlaugur að breytingin felist helst í því að almannatryggingarnar fara úr heilbrigðisráðuneytinu en að sjúkratryggingar verði áfram undir hatti heilbrigðisráðherra.

Sturla hefði viljað sitja áfram sem ráðherra

Sturla Böðvarsson sem hverfur úr samgönguráðuneytinu og sest í stól forseta Alþingis segist hafa viljað vera ráðherra áfram í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar en þetta hafi verið niðurstaðan í flokknum.

Annasamur dagur hjá Geir og Ingibjörgu

Stjórnarsáttmálinn og ríkisstjórnaraðild verða borin undir fundi flokksráðs Sjálfstæðisflokks og flokksstjórnar Samfylkingarinnar í kvöld og ráðherralistar undir þingflokka. Búist er við að formenn flokkanna kynni hvaða ráðherrar sitja í ríkisstjórninni að loknum fundunum.

Strætóferðir á 30 mínútna fresti í sumar

Öllu leiðarkerfi Strætó bs. verður breytt yfir sumartímann þannig að allar ferðir verða á hálftíma fresti í stað tuttugu mínútna. Ástæðan er sparnaður, starfsmannekla og færri farþegar á sumrin segir nýráðinn framkvæmdastjóri Strætó.

Endurvinnsluátak í pappír

Aðeins fjörutíu prósent af dagblöðum, tímaritum og bæklingum sem borin eru í hús fara í endurvinnslu og næstum þriðjungur af heimilissorpinu er pappír. Hópur fyrirtækja hefur ákveðið að hefja átak til að hvetja almenning til endurvinnslu á pappír.

Aukafréttatími Stöðvar 2 á Vísi

Í kvöld verða ráðherralistar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar kynntir. Um leið og tíðindi berast úr herbúðum flokkana fer í loftið bein útsending á Stöð 2 og hér á Vísi. Smellið á takkann spila hér fyrir neðan til þess að fylgjast með útsendingunni.

Öflug, frjálslynd umbótastjórn

Væntanleg ríkisstjórn verður öflug og frjálslynd umbótastjórn að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar. Jafn margar konur og karlar munu skipa ráðherraembætti flokksins.

Framsóknarmenn þöglir um framtíð formannsins

Framsóknarmenn gefa ekkert uppi um framtíð Jóns Sigurðssonar formanns flokksins og sjálfur tjáir hann sig ekki við fjölmiðla. Siv Friðleifsdóttir var í dag kjörin þingflokksformaður flokksins og segjast þingmenn Framsóknar ætlað að veita frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar harða stjórnarandstöðu.

Njálsgötubúar á íbúafundi í Austurbæjarskóla

Bakgarðurinn við fyrirhugað heimili fyrir húsnæðislausa á Njálsgötunni verður segull á ógæfumenn miðborgarinnar, segir íbúi við Njálsgötu. Íbúar fjölmenntu nú síðdegis á fund sem borgin hélt um málið. Borgarstjóri boðaði þar samráðshóp með fulltrúum íbúa.

Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra

Í kvöldfréttum RÚV var greint frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verði utanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Fréttastofan segist hafa fyrir þessu öruggar heimildir.

Geir gengur á fund forsetans í fyrramálið

Fundur hefur verið boðaður á Bessastöðum á morgun klukkan hálftíu en þá mun Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forsetans.

Staðfestir gæsluvarðhald vegna líkamsárásar

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir karlmanni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa brotist inn á heimili á Skólavörðustíg í gengið í skrokk á húsráðanda og skilið hann eftir meðvitundarlausan.

Frumherji íhugar að áfrýja úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Sú ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að ógilda samruna bílaskoðunarfyrirtækjanna Frumherja og Aðalskoðunar veldur vonbrigðum að sögn framkvæmdastjóra Frumherja. Hann segir fyrirtækið muni meta það á næstu dögum hvort úrskurðinum verði áfrýjað.

Teymishópur ræðir atvinnumál á Vestfjörðum á morgun

Teymishópur sveitarfélaga á norðanverðurm Vestfjörðum sem skipaður hefur verið í kjölfar uppsagna hjá útgerðafyrirtækinu Kambi á Flateyri kemur saman í fyrsta sinn í hádeginu á morgun og ræðir hugsanlegar aðgerðir í atvinnumálum á svæðinu.

Tónlist.is staðið skil á stefgjöldum

Eigendur vefsíðunnar Tónlist.is hafa staðið skil á öllum stefgjöldum til Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF). Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra STEFs.

Byggja 4 þúsund fermetra gagnageymslu á gamla varnarsvæðinu

Stefnt er að því að byggja 4 þúsund fermetra húsnæði fyrir gagnageymslu og gagnaþjónustu á gamla varnarsvæðinu við Sandgerðisbæ. Það er Data Íslandia sem stendur fyrir verkefninu en fyrirtækið skrifaði undir viljayfirlýsingu við Sandgerðisbæ í dag vegna framkvæmdarinnar. Gert er ráð fyrir því að um 20 manns vinni við gagnageymsluna til að byrja með.

Geir fundar með einstökum þingmönnum fram undir kvöldmat

Búist er við því að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, verði fram undir kvöldmat að ræða við þingmenn flokksins og kynna þeim nýgerða stefnuyfirlýsingu flokksins og Samfylkingarinnar.

Ísland til fyrirmyndar varðandi fæðingarorlof

Íslenska foreldra- og fæðingarorlofskerfið er góð fyrirmynd fyrir önnur Evrópuríki að mati Ursulu von der Leyen, félagsmálaráðherra Þýskalands. Þetta kom fram á máli hennar á blaðamannafundi í tengslum við ráðstefnu félags- og jafnréttismálaráðherra í Evrópu sem haldin var í síðustu viku.

Jafnræði kynja í ríkisstjórninni af hálfu Samfylkingarinnar

„Já, við erum að tala við þingmennina og svo verður þingflokksfundur hjá okkur klukkan sjö og flokksstjórnarfundur klukkan átta þannig að það er tíðinda að vænta," sagði Ingibjörg Sólrún Gíslasdóttir, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 nú eftir hádegið

Mega sækja felld hreindýr á vélknúnum tækjum utan vega

Leiðsögumenn með hreindýraveiðum hafa fengið heimild til að sækja bráðina á léttum vélknúnum ökutækjum ef leiðsögumaður metur það svo að ekki sé hætta á náttúruspjöllum. Í ákvörðun Umhverfisráðuneytisins um þetta segir að ökutækin verði þó að vera minnst sex hjóla.

Á yfir 170 kílómetra hraða á Miklubraut

Þrír menn hafa verið gripnir á síðustu fjórum dögum á yfir 140 kílómetra hraða á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var tæplega þrítugur maður tekinn á 142 kílómetra hraða á Hringbraut á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardagsins var 17 ára piltur gripinn eftir að hafa ekið á 171 kílómetra hraða á Miklubraut.

Fékk skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka

Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela jakka úr verslun á Akureyri. Maðurinn hefur áður komist í kast við lögin.

Siv boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknar

Siv Friðleifsdóttir, fráfarandi heilbrigðisráðherra, var kjörin þingflokksformaður Framsóknarflokksins á fundi þingflokksins í morgun. Hún boðar harða stjórnarandstöðu Framsóknarflokks gegn því sem hún kallar frjálshyggjustjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Öryrkjar kæra auglýsingar með Lalla Johns

Öryrkjabandalag Íslands hefur ákveðið að kæra auglýsingar Öryggismiðstöðvar Íslands með Lalla Johns til siðanefndar Sambands íslenskra auglýsingastofa. Telur Öryrkjabandalagið að Öryggismiðstöðin sé að misnota aðstöðu Lalla og ala á ótta almennings gagnvart heimilislausu fólki.

Kaupa ekki fisk frá hvalatengdum fyrirtækjum

Sjö leiðandi matvöruverslanakeðjur í Bretlandi hafa heitið því að kaupa ekki fisk frá fyrirtækjum sem tengjast hvalveiðum. Hvalur er stór hluthafi í Granda, sem er stærsta útgerðarfélag hér á landi. Keðjurnar eru Waitrose, Tesco, Sainhsbury´s, Marks og Spencer, Co-up og Iceland, sem er að hluta til í eigu Baugs.

Þingmenn Samfylkingar funda með Ingibjörgu Sólrúnu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, er nú að kalla til sín þingmenn flokksins einn af öðrum. Fréttastofa Stöðvar 2 náði tali af Steinunni Valdís Óskarsdóttur, nýjum þingmanni Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóra þegar hún var að koma af fundi með Ingibjörgu Sólrúnu.

Peningamálastefna stjórnvalda gengur að sjávarútvegi dauðum

Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum, segir nauðsynlegt að horfið verði frá núverandi peningamálastefnu stjórnvalda og vextir lækkaðir. Núgildandi stefna sé að ganga frá sjávarútveginum dauðum og ný ríkisstjórn hljóti að breyta stefnunni.

Ný ríkisstjórn tekur við á morgun

Samkomulag hefur tekist um myndun ríkisstjórnar milli Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar og er fastlega búist við að ríkisstjórnarskipti verði á Íslandi á morgun. Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir og formennirnir kynna hann nú þingmönnum sínum.

Á annað þúsund ökutæki kolefnisjafna útblástur sinn

Á annað þúsund ökutæki á vegum fyrirtækja og einstaklinga hafa kolefnisjafnað útblástur sinn. Rúmlega sextíu þúsund tré verða gróðursett á Geitasandi sem er fyrsta skógtæktarland fyrir kolviðaskóga hér á landi. Ef kolefnisjafna ætti alla bíla á Íslandi þyrfti að gróðursetja um sjö milljónir trjáa á ári.

Stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða

Vinstri græn á Ísafirði vilja að stjórnvöld og Ísafjarðarbær grípi strax til aðgerða til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og búsetuflótta frá Flateyri eftir lokun fiskvinnslufyrirtækisins Kambs í bænum.

Sofnaði á rauðu ljósi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu glímdi við heldur óvenjulegt mál á einum af fjölförnustu gatnamótum borgarinnar aðfaranótt sunnudags. Tilkynnt hafði verið um kyrrstæða bifreið á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar en þar var ökumaður í fastasvefni í bifreið sinni.

„Hélt að þeir myndu drepa vin minn“

Sjálfboðaliði á vegum Félagsins Ísland-Palestína varð fyrir árás hóps ísraelskra ungmenna á götum borgarinnar Hebron í Ísrael í fyrradag. Spörkuðu þeir meðal annars í maga sjálfboðaliðans og köstuðu grjóthnullungi í höfuðið á öðrum grískum sjálfboðaliða.

Sýknaður af óspektum vegna breytts tíðaranda

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um að hafa verið ölvaður og valdið óspektum, hættu og hneykslan á almannafæri á þeim grundvelli að viðhorf til drykkjskapar og óspekta sé allt annað nú en það var þegar lögreglusamþykkt sem snýr að málinu var gerð.

Sumarið kemur seinna

Það er í alvörunni 22. maí. Samkvæmt dagatalinu allavega Þeim sem þurftu að skafa af bílum sínum í morgun væri þó fyrirgefið að halda að þeir hafi tekið feil á dagsetningunni.

Sjá næstu 50 fréttir