Innlent

Fagnar því að ríkisstjórn er mynduð á skömmum tíma

Fyrr í morgun gékk Geir Haarde forsætisráðherra á fund Ólafs Ragnars Grímssonar forseta og gerði honum grein fyrir lyktum stjórnarmyndunarviðræðna. Forsetinn fagnaði því að stjórn hefði verið mynduð á skömmum tíma og að ekki hefði þurft að koma til atbeina forsetaembættisins við myndun stjórnar.

Geir H. Haarde renndi í hlað á Bessastöðum klukkan hálfníu í morgun og gekk á fund forseta til að gera honum grein fyrir því að honum hefði tekist að mynda ríkisstjórn. Á hálfrar klukkustundar löngum fundi kynnti hann forsetanum helstu áherslur í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Eins hverjir myndu stýra ráðuneytum og hvernig stefnt væri að uppstokkun þeirra. Geir var spurður hvernig hann tæki í afsögn Jóns Sigurðssonar úr formannsstóli Framsóknarflokksins. Hans sagði samstarf þeirra hafa verið gott.

Forseti Ísland gaf frá sér yfirlýsingu að loknum fundinum með Geir og fagnaði því að stjórnarmyndunarviðræðurnar hefðu skilað árangri á skömmum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×