Fleiri fréttir

Eldur kviknaði í metanframleiðslu Orkuveitunnar

Eldur kviknaði í skúr við metanframleiðslu Orkuveitu Reykjavíkur á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, er meðal annars notað til að knýja marga af bílum Orkuveitunnar, í stað bensíns.

Fráveitumál í Fjarðarbyggði í ólestri

Gert er ráð fyrir að tæpur milljaður renni í að gera við fráveitur í Fjarðarbyggð. Á fréttavefnum austurlandid.is kemur fram að á síðasta fundi bæjarráðs hafi verið kynnt skýrsla og segir í bókun af fundinum að ljóst sé að fráveitumál í Fjarðarbyggð séu í hörmulegu ástandi.

Breytingar á velferðarkerfinu í bígerð

Þverpólitísk samstaða hefur nú myndast við um að vinna að breytingum, útfærslu og þróun hugmynda um breytingar á íslensku velferðarkerfi í samstarfi við Landsamband eldri borgara, Landsamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands. Í vetur störfuðu 56 manns í hópum auk sex sérfræðinga að hugmyndum sem eiga að fela í sér leiðir til bættra kjara öryrkja og eldri borgara, einföldunar á almannatryggingum, eflingu endurhæfingar, einstaklingsmiðaðrar stuðningsþjónustu utan stofnana, notendavænni heilbrigðisþjónustu og aukinnar atvinnuþátttöku. Vænst er til þess að flokkarnir tilnefni einn fulltúa hver á næstunni og segir í fréttatilkynningu að markmiðið sé að innan eins árs líti dagsins ljós heilsteypt aðgerðaráætlun um virkara velferðarríki.

Starfsmenn Heilsuverndar óánægðir með flutninginn

Starfsmenn Heilsugæslustöðvarinnar við Barónsstíg eru mjög óánægðir með fyrirhugaðan flutning stöðvarinnar í ágúst og segja vinnubrögð ráðamanna ýta undir tortryggni í þeirra garð. Starfsmenn stöðvarinnar funduðu um málið í morgun

Golfvöllur í Viðey

Gofvöllur í Viðey myndi skila hagnaði að mati nemenda við háskólann á Bifröst. Nemendurnir könnuðu í síðasta misserisverkefni sínu hvort rekstralegur grundvöllur væri fyrir því að koma upp golfvelli á eyjunni. Segjast þeir hafa komist að því að frá árinu 2000 til 2005 hafi golfiðkendum á Íslandi fjölgað um 64% og nú sé svo komið að fæstir golfklúbbar anni eftirspurn. Þeir telja ónýtt útivistarsvæðið í Viðey því kjörið sem vallarsvæðil og segja í skýrslu sinni að vegna sérstöðu vallarsvæðisins megi taka 20% hærra gjald fyrir hringinn en annar staðar.

Besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna

Valgarður Sigurðsson doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands hlaut viðurkenningu fyrir besta vísindaframlagið á ársþingi dönsku krabbameinssamtakanna sem haldið var föstudaginn 5 maí 2006. Verkefnið var unnið á blóðmeinafræðideild Landspítala - háskólasjúkrahúss og hjá Krabbameinsfélagi Íslands.

Álftanes ljósleiðaravætt

Í dag undirrituðu Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, Guðmundur Þóroddsson, forstjóri og Guðmundur G. Gunnarsson, sveitarstjóri, viljayfirlýsingu um að Sveitarfélagið Álftanes verði inni í áætlunum Orkuveitu Reykjavíkur um ljósleiðaravæðingu alls veitusvæðisins.

Slæm þekking fyrirtækja á rétti neytanda

Þekkingu fyrirtækja á rétti neytanda virðist vera ábótavant. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Neytendasamtökin gerðu á því hversu vel seljendur þekkja reglur og umkvörtunarfrest. Hringt var í tuttugu fyrirtæki úr hópi bílaumboða og raftækjaverslana. Í ljós kom að öll fyrirtækin gáfu upp rangar upplýsingar um frest til umkvartanna á vörum sem eiga að hafa langan endingartíma.

Á að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs

Háskólinn í Reykjavík og Seltjarnarnesbær hafa gert samstarfssamning um rannsóknarmiðstöð um einkaframkvæmd. Markmið rannsóknarmiðstöðvarinnar er ætlað að efla rannsóknir sem geta stutt við samvinnu opinberra stofnanna og einkaaðila með einkaframkvæmd. Með þessu er ætlunin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Seltjarnarnes verður með þessum samning aðili að ráðgjafanefnd sem á að verða stefnumarkandi fyrir rannsóknarmiðstöðina.

Segja vegina ekki þola aukna umferð

Héraðsnefnd Austur-Húnavetninga skorar á samgönguráðherra að beita sér fyrir því að þjóðvegur eitt um hún Húnvatnssýslu verði breikkaður. Nefndin bendir á aukin umferð stórra flutningabíla og öðrum umferðarþunga hafi stóraukið þörf fyrir breiðari og betri vegi. Í ályktun nefndarinnar segir segir að í mörgum tilfellum þoli vegirnir engan veginn þá umferð sem ætlað er að aki um þá og telur nauðsynlegt að stórauka fjárframlög til þessara verkefna við gerð samgönguáætlunar 2007- 2010.

Fólk hvatt til að skrá neyðarnúmer í farsíma sína

Hvernig er hægt að sjá til þess að þeir fyrstu á vettvang slyss viti í hvaða aðstandendur þeir eiga að hringja. Ein leið til þess er að skrá ICE-neyðarnúmer í farsímann. Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem fólki er bent á að skrá ICE í farsímann sinn fyrir framan númer þess aðstandenda sem það vill að hringt verði í ef það lendir í slysi.

Eldur í skúr

Eldur kviknaði í skúr við metan framleiðsluver Orkuveitunnar í Reykjavík á sorphaugunum í Álfsnesi í gærkvöldi. Talvert logaði í skúrnum þegar slökkvilið kom á vettvang og höfðu slökkviliðsmenn varann á vegna hugsanlegrar sprengihættu, en slökkvistarf gekk vel. Eldsupptök eru ókunn. Metan, sem þarna er unnið úr sorpinu, en meðal annars notað til að knýja marga bíla Orkuveitunnar, í stað bensíns.

Ellefu-Ellefu dýrust

Hægt er að fá rösklega tvær einingar af tiltekinni pakkavöru í Krónunni fyrir aðeins eina í Ellefu-Ellefu, samkvæmt nýrri verðkönnun ASÍ á morgunkorni og ýmsum pakkavörum í matvöruverslunum. Í flestum tilvikum var yfir 50 prósenta munur en mesti verðmunur nam 137 prósentum á sömu vöru. Verð var oftast lægst í Bónus, en Krónan fylgir þar fast á eftir. Hæsta verð var hinsvegar í Ellefu - Ellefu.

Sjálfstæðisflokkurinn í sókn

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ er í stórsókn, samkvæmt skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS og lætur nærri að tveir af hverjum þremur ætli að kjósa hann.

Eftirförin endaði úti í runna

Æsilegri eftirför lögreglu eftir innbrotsþjófi lauk undir morgun með því að þjófurinn ók bíl sínum farman á lögreglubíl og var hann og lögreglumaður úr bílnum fluttir á Slysadeild til aðhlynningar.

Brosi allan hringinn

"Ég brosi auðvitað allan hringinn," sagði Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, þegar kynntar voru niðurstöður könnunar fyrir NFS um fylgi flokkanna sem eru þar í framboði. Tveir af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú.

Ósætti vegna hugmynda um breyttan miðbæ Garðabæjar

Hugmyndir um breyttan miðbæ Garðabæjar eru slæmar að mati bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í bænum. Hann vill að samningi við fyrirtækið sem unnið hefur að þeim verði sagt upp. Oddviti meirihlutans segir rétt að gefa þeim vinnufrið.

Best búið að mæðrum og börnum í Svíþjóð

Svíþjóð er besta land í heimi fyrir mæður og börn þeirra samkvæmt nýrri skýrslu sem samtökin Barnaheill á Íslandi kynntu í dag. Mikill munur er á því hvernig búið er að mæðrum og börnum þeirra í löndum heimsins en Ísland er með hvað lægstu dánartíðni nýbura í heiminum.

Spáir áframhaldandi hækkun stýrivaxta

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands komi til með að hækka stýrivexti sína um 0,5% á fimmtudaginn í næstu viku. Greiningardeildin telur verulega þörf á hækkuninni þar sem Seðlabankinn sé enn langt frá verðbólgumarkmiðum sínum.

Tap á rekstri Dagsbrúnar

Nær 200 milljóna króna tap var af rekstri Dagsbrúnar eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs var nær 200 milljóna króna hagnaður.

Ein flugbraut nægir ekki

Ein flugbraut nægir ekki á Reykjavíkurflugvelli, að mati hollenskra ráðgjafa, sem telja að austur-vestur flugbraut verði að vera aðalflugbraut vallarins og liggja að miklu leyti í sjó fram utan núverandi flugvallargirðingar, ef losa eigi umtalsvert svæði í Vatnsmýri til annarra nota.

Sjálfstæðismenn fengju 67 prósent atkvæða

Sjálfstæðismenn fengju atkvæði tveggja af hverjum þremur kjósendum í Reykjanesbæ ef kosið væri nú. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir NFS.

Samkomulag um álver í mánuðinum

Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010.

Framkvæmdir við álver í Helguvík gætu hafist á næsta ári

Stefnt er að undirritun rammasamkomulags um álver í Helguvík síðar í þessum mánuði og gætu framkvæmdir hafist á næsta ári. Orkuveita Reykjavíkur telur sig geta útvegað næga raforku til að álverið geti tekið til starfa árið 2010.

Úthluta peningum hreppsins til íbúa

Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum.

Vandi við verðhrun fasteigna

Verðlækkun á húsnæði getur haft uggvænleg áhrif á skuldsett heimili og telur Ráðgjafarstöð um fjármál heimilanna að afar margir standi tæpt. Seðlabankinn hefur bent á að þetta sé stærsta áhyggjuefni heimilisfjármála og ekki sé óalgengt að fasteignaverð lækki um fimmtán til tuttugu prósent í kjölfar mikilla hækkana eins og verið hafa undanfarið. Dæmi séu einnig um allt að 50 prósenta verðlækkun.

Íbúum boðið frítt í sund

Íbúum Reykjanesbæjar er boðið í sund milli 13 og 17 næsta laugardag. Þá verður opnuð ný 50 metra löng innilaug og vatnaveröld í Sundmiðstöðinni við Sunnubraut. Af því tilefni bjóða Reykjanesbær og Fasteign hf öllum íbúum frítt í sund.

Dómarinn þarf ekki að víkja

Hæstiréttur hafnaði rétt í þessu beiðni Jóns Geralds Sullenbergers um að dómari í máli hans og þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar viki frá málinu.

Hugmyndir um flutning Árbæjarsafns vanhugsaðar

Hugmyndir stjórnmálamanna um flutning hluta af Árbæjarsafns út í Viðey eru vanhugsaðar að mati starfsfólks safnsins. Það segir núverandi staðsetningu ekki hamla starfinu og vill byggja frekar upp í Árbænum og gera Elliðaárdalinn í nágrenninu að safnadal.

Rispuðu tíu bíla

Tveir ungir dregnir ollu skemmdum á tíu bílum á leið sinni heim úr skóla á Akranesi síðasta fimmtudag. Þeim kom í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá.

Lægstur lífeyrir og mesta tekjuskerðingin á Íslandi

Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af öllum Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öllum Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktarmörk. Þetta er niðurstaða aðalfundar norrænna eldri borgara sem fram fer í Reykjavík þessa dagana.

Dæmdur fyrir líkamsárás

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi karlmann í dag til fjögurra mánaða fangelsisvistar fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af annarri ákæru um líkamsárás þar sem hún þótti ekki sönnuð.

Borgarafundur í Reykjanesbæ

Oddvitar framboðanna í Reykjanesbæ verða fyrir svörum á borgarafundi NFS í kvöld. Á borgarafundinum verður farið yfir stefnumál framboðanna, litið á aðstæður í Reykjanesbæ og niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar birtar.

Vilja semja við sveitarstjórnarmenn

Opinberir starfsmenn á Suðurlandi vilja að sveitarstjórnarmenn semji við þá um kaup og kjör frekar en að fela Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til saminga.

Sóknarfæri í umræðunni

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra og Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis, voru í morgun í viðtali á CNBC viðskiptafréttastöðinni. Í viðtalinu voru framtíðarhorfur íslensks efnahagslíf ræddar, verðbólgustigið, hækkanir á húsnæðisverði og vaxtahækkanir Seðlabankans. Pétur Þ. Óskarsson, forstöðumaður Kynningarmála og Fjárfestatengsla Glitnis, greindi frá því í viðtali við NFS að fyrirtækið hafi að undaförnum vikum aukið samskipti við erlenda fjölmiðla. Hann sagði neikvæðar spár um íslenskt efnahagslífs færri en áður og ekki eins einhliða og þær hefðu verið í fyrstu. Aukin umræða sem myndaðist í tengslum við þau mál hefðu þó vakið athygli á Íslandi og slíkt biði upp á frekari tækifæri.

Tvöföldun ljúki ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir

Allt bendir til að seinni áfanga við tvöföldun Reykjanesbrautar ljúki ári áður en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er er ein stærsta vegaframkvæmd þessa árs og næsta og mun bæta samgöngur milli Keflavíkur og höfuðborgarsvæðisins verulega.

Innflutningur og einkaneysla dragast saman

Verulega er farið að draga úr innflutningi á bílum, heimilstækjum og fatnaði samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts í síðasta mánuði. Hann var verulega minni af þessum vöruflokkum en undanfarna mánuði.

Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur

Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið.

Börnin sýna í Mjóddinni

Samsýning 180 ungra listamanna var opnuð í göngugötunni í Mjódd í morgun. Listamennirnir ungu eru leikskólabörn af Fálkaborg, Arnarborg og Bakkaborg í Breiðholtinu. Listaverkin eru brot af því besta sem börnin hafa gert í vetur.

Hvert heimili fær 600 þúsund fyrir sameiningu

Oddviti Skilmannahrepps við Hvalfjörð gengur nú á milli bæja og býður hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr sjóði hreppsins, í formi vöruúttektar í BYKO eða Húsasmiðjunni, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum í sumar.

Hitaveiturör sprakk við Hlemm

Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt.

Sjá næstu 50 fréttir