Innlent

Innflutningur og einkaneysla dragast saman

Innfluttir bílar við Sundahöfn bíða þess að bruna eftir íslenskum vegum.
Innfluttir bílar við Sundahöfn bíða þess að bruna eftir íslenskum vegum. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Verulega er farið að draga úr innflutningi á bílum, heimilstækjum og fatnaði samkvæmt bráðabirgðatölum Fjármálaráðuneytisins um innheimtu virðisaukaskatts í síðasta mánuði. Hann var verulega minni af þessum vöruflokkum en undanfarna mánuði.

Þótt finna megi dæmi um samdrátt á milli einstaka mánaða, þegar litið er nokkur misseri aftur í tímann, hefur hann ekki verið í líkingu við þetta. Að vísu voru færri afgreiðsludagar í síðasta mánuði en venjulega, vegna páskanna, en í fyrra þegar líka dró úr vegna þeirra, var það mun minna en núna.

Innflutningur á fjárfestingar- og rekstrarvörum hélt hinsvegar áfram að hækka í síðasta mánuði, sem einkum má rekja til stórframkvæmda og nam viðskiptahallinn sex milljörðum króna. Hvað sem því líður virðist ljóst að almenningur sé farinn að draga úr neyslu á þessum sviðum, en flestir voru hinsvegar búnir að tryggja sér utanlandsferðir áður en verðbólguskotið varð, og krónan fór að hríðlækka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×