Innlent

Hitaveiturör sprakk við Hlemm

Nokkur hætta skapaðist þegar hitaveiturör á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs sprakk og vatn flæddi upp á götuna. Lögregla var kölluð á vettvang til að halda fólki frá enda var vatnið áttatíu gráðu heitt.

Nokkur hætta skapaðist þar sem gangstétt og gata gátu gefið sig undan vatnsflaumnum. Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur náðu að skrúfa fyrir vatnið og stendur viðgerð á leiðslunni yfir. Að sögn Helga Péturssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, má rekja óhappið til tæringar í rörinu, en það er orðið nokkuð gamalt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×