Innlent

Vill lyfjainnfluting af hálfu ríkisins lagist lyfjaverð ekki

Formaður lyfjagreiðslunefndar telur að ríkið ætti að taka upp innflutning á lyfjum að nýju, fari lyfjaheildsalar og framleiðendur ekki að taka upp breytta stefnu í sambandi við lyfjaverð.

Páll Pétursson, formaður lyfjagreiðslunefndar, segir Actavis ekki gert samkomulag um lækkun lyfjaverðs heldur hafi lyfjaheildsalar gert það. Fyrirtækið hafi hins vegar í samráði við nefndina að lækkað hliðstætt lyfjaheildsölunum. Samkomulagið var gert til að lyfjaverð hér á landi yrði sambærilegt við lyfjaverð á hinum Norðurlöndunum. Dæmi eru hins vegar um að lyf séu tíu sinnum dýrari hér á landi en í Danmörku og að samskonar lyf séu seld undir sitt hvoru nafninu svo ekki líti út fyrir að um sömu lyf sé að ræða.

Páll segir heildsöluverð lyfja hafa lækkað um tvo milljarða eftir að samkomulagið var gert en lyfjaheildsalar geti gert mikið betur. Telur hann möguleika fyrir ríkið að hefja lyfjainnflutning að nýju fari lyfjaheildsölufyrirtækin ekki að taka upp betri hætti. Hann efast þó um að pólitísk sátt næðist um það.

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×