Innlent

Úthluta peningum hreppsins til íbúa

Skilmannahreppur hefur boðið hverju heimili 600 þúsund króna framlag úr búsetusjóði hreppsins til þess að fegra umhverfið. Er þetta gert nú, fyrir sveitarstjórnarkosningar, áður en hreppurinn sameinast þremur öðrum hreppum.

Fjárframlagið er í formi gjafabréfs í Bykó eða Húsasmiðjunni og er til um fimmtíu heimila í Skilmannahreppi og ætlað til að fegra umhverfið. Skilmannahreppur hefur lengi verið einn af ríkustu hreppum landsins en á hverju ári færi hreppurinn hátt í fjörtíu milljónir í fasteignagjöld frá Járnblendifélaginu og Norðuráli.

Heildartekjur sveitarfélagsins eru um 85 milljónir króna á ári. Hreppurinn hefur áður styrkt íbúana með ferðum í Hvalfjarðagöngin og með háhraðainternettengingu og vill Oddvitinn ekki meina að útdeilingin úr sjóðnum nú sé kosningabragð heldur síðasti séns til að úthluta úr sjóðunum.

Eftir sveitarstjórnarkosningarnar verða Skilmannahreppur, Innri Akraneshreppur, Leirár- og melahreppur og Hvalfjarðastrandahreppur eitt sveitarfélag.

Segir Sigurður Skilmannahrepp ekki eina hreppinn sem útdeili peningum nú það geri Innri Akraneshreppur líka. Um eitt hundrað milljónir eru í sjóðnum nú og fara um þrjátíu milljónir til hreppsbúa en afgangurinn fer til hins sameinaða sveitarfélags.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×