Fleiri fréttir

Íbúar í Reykjanesbæ greiða lægstu fasteignaskattana

Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa eru lægstar í Reykjanesbæ samkvæmt útreikningum ASÍ. Greint er frá þessu á heimasíðu Reykjanesbæjar. Samanburður ASÍ nær til átta stærstu sveitafélaga landsins og borin voru saman árin 2003 til 2006.

Nefnd sex ráðuneyta um Vatnsmýri

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd til að samræma hugmyndir um framtíðarstaðsetningu háskóla- og rannsóknastofnana ríkisins á Vatnsmýrarsvæði. Meðal stofnana sem gætu fengið aðstöðu í Vatnsmýrinni eru Matvælarannsóknir og rannsóknahluti Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Banaslys við Kárahnjúka

Banaslys varð við Kárahnjúka á áttunda tímanum í gærkvöldi þegar grafa valt. Samkvæmt fyrstu upplýsingum var maðurinn íslenskur og starfsmaður Suðurverks. Slysið varð við Desjárstíflu en þetta er þriðja banaslysið við virkjunarframkvæmdirnar. Ekki liggur fyrir með hvaða hætti slysið varð.

Um 30.000 manns á sýningunni Matur 2006

Talið er að um 30.000 manns hafi lagt leið sína á sýninguna Matur 2006 í Fífunni um helgina. Fjölmörg fyritæki kynntu þar þjónustu sína auk þess sem þar voru haldnar hinar ýmsu keppnir.

Sprunga í framrúðu

Breiðþotu af gerðinni Boeing 767 frá flugfélaginu Max Jeat, á leið frá London til New York, var lent á Keflavíkurflugvelli í gærdag eftir að sprunga myndaðist í ytra byrði einnar framrúðu vélarinnar þegar hún var stödd skammt frá landinu. Flugmennirnir lækkuðu þegar flugið og lentu heilu og höldnu. Ekki var talið hættuástand um borð og var því ekki gripið til sérstakra ráðstafana á vellinum. Vél frá sama félagi sótti farþegana til Keflavíkur í gærkvöldi, en gert verður biluðu vélina hér.

Sinueldar á Stokkseyri

Sinueldur gaus upp vestan við Stokkseyri um tvöleitið í nótt og var slökkviliðið á Selfossi þegar hvatt á vettavng. Ráðist var gegn eldinum af mikilli einurð til þess að hann næði ekki útbreiðslu, enda hafa sunnlendingar verið kvíðnir síðustu dagana um að eins gæti farið á Suðurlandi og í Borgarflirði. Slökkvistarfið gekk vel og bíða sunnlendingar nú átekta eftir að úrkoma fari að falla síðdegis í dag

Stangveiði fer vel af stað

Stangveiðin fór vel af stað austur í Skaftafellssýslum um helgina þótt ísrek væri víða í ám og lækjum og að veiðimenn þyrftu sumstaðar að brjóta ís til að kom færum sínum í vatn. Tungulækur tók mjög vel við sér og gaf vel á annað hundrað fiska um helgina.

Grunur leikur á íkveikju

Eldur var kveiktur í rusli við hlið iðnaðar- og verslunarhúss við Fossaleyni uppúr klukkan eitt í nótt en slökkvilið náði að slökkva hann áður en hann næði að læsa sig í húsið. Nokkrum minútum síðar var tilkynnt um eld í stigagangi fjölbýlishúss þar skammt frá og gekk greiðlega að slökkva hann. Grunur leikur á að þar hafi eldfimur vökvi verið notaður til að glæða eldinn.

Eins hreyfils véll rann út af flugbrautinni

Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í lendingu á Reykjavíkurflugvelli um klukkan tíu í gærkvöldi með þeim afleilðingujm að húnn rann út af flugbrautinni og lenti þar á rafmagnskassa. Flugmanninn sakaði ekki en bæða flugvélin og rafmagnskassin eru skemmd. Ekki liggur fyrir hvers vegna flugmaðurinn missti sjtórn á vélinni.

Engin slys á fólki

Fjögurra sæta flugvél af gerðinni Cherokee nauðlenti á túni við bæinn Víði við Þingvallaveg í Mosfellsdal um klukkan 20:20 í kvöld. Þrír farþegar voru í flugvélinni en engan sakaði.

Svæðið á Mýrum vaktað í nótt

Enn logar í glóð í gróðri á Mýrum og munu menn standa vaktina næstu daga til að koma í veg fyrir að eldur brjótist út að nýju. Eyðileggingin sem blasir nú við á Mýrum er gríðarleg eftir þennan stærsta sinubruna Íslandssögunnar. Slökkviliðsmenn segja mildi að eldurinn hafi ekki borist í byggð í Borgarfirði og þakka það jarðýtu að sú varð ekki raunin.

Fremstu listamenn heiðra H.C.Andersen á Kjarvalsstöðum

Ævintýraskáldið danska, HC Andersen, heimspekingurinn Kirkegaard og þrír af fremstu konseptlistamönnum samtímans, leiddu saman hesta sína á Kjarvalstöðum í dag við opnun sýningarinnar "HC Andersen Lífheimur." Eitt verkanna er risastórt teppi sem þekur nær allan vestursal Kjarvalsstaða og á að enduróma hugarheim skáldsins fræga.

Bílvelta undir Akrafjalli

Bíll valt á Akrafjallsvegi við Kjalardal rétt fyrir sex í kvöld. Fernt var í bílnum og voru öll flutt á slysadeild en talið er að þau hafi ekki slasast alvarlega. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn.

Elsti Íslendingur allra tíma látinn

Sá Íslendingur sem lengst hefur lifað fyrr og síðar, Guðfinna Einarsdóttir, lést í gær 109 ára að aldri. Guðfinna Einarsdóttir fæddist 2. febrúar 1897 í Ásgarði í Dalasýslu en ólst upp á Leysingsstöðum í Hvammssveit. Hún fluttist til Reykjavíkur 1970. Hún lést í gær þann 1.apríl.

Búið að opna á Kjalarnesinu

Búið er að opna Vesturlandsveg aftur en honum var lokað vegna reykjarkófs af sinueldi í tæpa tvo tíma. Verið er að slökkva í síðustu logunum en áfram verður vakað yfir glóðunum til öryggis. Ekki urðu skemmdir á mannvirkjum í eldinum. Tvísýnt var um bæinn Esjuberg um tíma en slökkviliði tókst að verja bæinn.

Matas mögulega í íslenskar hendur

Baugur Group hefur gert kauptilboð í dönsku snyrti- og heilsuvörukeðjuna Matas sem rekur 291 verslun vítt og breitt um Danmörku. Hluthafar í Matas auglýstu eftir tilboðum í keðjuna og alls hafa borist tíu kauptilboð, upp á 3,5-4,3 milljarða danskra króna. Fæst þeirra eru nafngreind, utan tilboð Íslensku fjárfestanna.

Sinueldar á Kjalarnesi

Sinueldar ógna bænum Esjubergi á Kjalarnesi, slökkviliðið vinnur nú að því að rýma bæinn og vernda hann. Lögreglan hefur lokað Vesturlandsvegi á kílómeters kafla en þar sést ekki út úr augum vegna makkarins.

Bílvelta við Mýrdalsjökul

Jeppi valt á veginum upp að Mýrdalsjökli um hádegisbil í dag. Ökumaður var einn í bílnum, sem fór einn og hálfan hring. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl en mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Líklegt er talið að vegkanturinn hafi gefið sig eða að eitt hjól hafi lent út af kantinum og bíllinn þannig tapað jafnvæginu og oltið niður.

Jeppi brann á Hellisheiði

Land Rover jeppi brann til kaldra kola á Hellisheiði, rétt undir Skarðsmýrarfjalli, um tvöleytið í dag. Ökumaður og farþegi fundu mikla bensínlykt og fóru út úr bílnum til að gá hverju sætti. Blossaði þá upp mikill eldur undir vélarhlífinni og er bíllinn ónýtur eftir, en fólkið sakaði ekki. Eldsupptök eru óljós en líklegt er talið að kviknað hafi í út af bensínleka.

Matarslagur í Fífunni

Í dag verður slegist um hver gerir besta matinn, besta kaffið og hver framreiðir bestu ostrurnar. Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna, álfukeppni matreiðslumeistara, ostrukeppni matreiðslumanna og matreiðslukeppni barna er meðal þess sem fram fer á síðasta degi hinnar lystaukandi matarhátíðar Matur 2006 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi.

Vinnuslys á Hellisheiði

Um sjötíu kílóa járnstykki féll og klemmdi hönd á manni við borun í Hellisheiðarvirkjun í nótt. Maðurinn slasaðist talsvert á hönd en vinnufélagar hans gátu losað hann og flutt hann undir læknis hendur. Ekki er vitað um tildrög slyssins en málið er í rannsókn.

Allmargir féllu fyrir aprílgabbi NFS

Allmargir forvitnir Reykvíkingar óku fram hjá Austurvelli í gærkvöld í von um að sjá þar hundruð nakinna fyrirsæta liggjandi í ljósmyndatöku hjá Spenser Tunic fyrir plötuumslag Stuðmanna. Ekki bar mikið á nektinni enda á ferðinni aprílgabb NFS.

Börðu mann með kúbeini

Þrír menn veittust að þeim fjórða fyrir utan skemmtistaðinn Hvíta húsið á Selfossi í nótt. Grunur leikur á að þeir hafi notað kúbein til að ganga í skrokk á manninum. Að sögn sjónarvotta var engin augljós ástæða fyrir barsmíðunum. Fórnarlambið fékk að snúa til síns heima eftir heimsókn á sjúkrahúsið á Selfossi en árásarmennirnir dúsa í fangageymslum lögreglu. Að auki var maður færður í fangageymslur lögreglunnar á Selfossi vegna heimiliserja.

Þarf að varna því að eldar blossi upp aftur

Tekist hefur að ráða niðurlögum eldanna á Mýrum. Enn er þó vel fylgst með svæðinu þar sem víða er glóð í skurðbökkum. Það var rétt fyrir miðnætti í gærkvöld sem loks tókst að slökkva síðustu eldanna á Mýrum. Slökkvilið frá Reykjavík, Akranesi, Borgarfirði og Borgarnesi barðist allan daginn við elda sem gusu upp aftur síðdegis en talið hafði verið að búið væri að ráða niðurlögum eldanna.

Um 20.000 manns á Matur 2006

Meistarakokkar og vöskustu uppvaskarar landsins voru meðal þeirra sem sýndu færni sína í Fífunni í dag. Sýningarnar Matur 2006 og ferðatorg 2006 eru nú í fyrsta skipti haldnar samhliða.

Atlantsolía hækkar líka

Eina olíufélagið sem ekki hafði hækkað bensínverð fyrir helgi, Atlantsolía, fylgdi í fótspor hinna félaganna í dag og hækkaði verðið. Bensínlíterinn af níutíu og fimm oktana bensíni kostar nú tæpar hundrað og átján krónur hjá Atlantsolíu. Hann er á um hundrað og nítján krónur í sjálfsafgreiðslu hjá á bensínstöðvum Esso, Shell og Olís á höfuðborgarsvæðinu.

Slökkviliðið er enn að á Mýrum

Þegar talið var að tekist hefði að ná tökum á sinueldinum á Mýrum, tók hann sig upp á nýjan leik. Um eitt hundrað ferkílómetrar af móum og mýrum hafa orðið eldinum að bráð, í þessum langstærsta sinueldi í sögu Íslands. Tugir björgunarmanna voru sótsvartir og sveittir í allan gærdag og alla nótt að berjast við eldhafið á Mýrum en klukkan átta í morgun var talið að tekist hefði að ráða niðurlögum þess.

Sinueldarnir farnir að loga aftur

Sinueldarnir á Mýrum sem talið var að búið væri að slökkva hafa tekið sig upp á ný. Að sögn slökkviliðsins á svæðinu hefur slökkviliðið í Reykjavík, Akranesi og Borgarfirði verið kallað út á ný og þyrla Þyrluleigunnar er í viðbragðsstöðu. Ekki er vitað hve mikill eldurinn er að svo stöddu en hann er töluverður og þar sem bætt hefur í vind af Norð-austan er erfitt að eiga við eldinn

Nýtt lággjalda símafyrirtæki

Fyrsta lággjalda símafyrirtækið á Íslandi hefur tekið til starfa. Símafyrirtækið Sko ætlar sér að bjóða einfaldari verðskrá og lægra verð í farsímaþjónustu.

Slökkvistarfi næstum lokið

Tekist hefur að hemja eldhafið sem breiddist yfir hátt í hundrað ferkílómetra svæði á Mýrunum í fyrradag. Slökkvistarfi á Mýrum er nú að mestu lokið og fóru síðustu slökkviliðsmennirnir af svæðinu klukkan átta í morgun. Þó logar enn við Stóra-Kálfafell en á mjög afmörkuðu svæði og er það vaktað af bóndanum þar. Að sögn slökkviliðsins í Borgarnesi gerðu haugsugur bænda útslagið í baráttunni ivð eldana en þeir stóðu íströngu í gær og nótt og dreifðu hlandfori og mykju á eldinn.

Sex teknir fyrir hraðakstur

Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðann akstur í Hafnarfirði í nótt og var sá sem greiðast ók á 140 kílómetra hraða á Hafnarfjarðarvegi en þar er hámarkshraðinn 80 kílómetrar á klukkustund.

Reyndi að stela byggingarefni

Lögreglan í Reykjavík hafði hendur í hári manns í nótt sem var að hlaða byggingarefnum í kerru sem hann hugðist hafa á brott með sér. Talið er að maðurinn hafi ætlað að reyna að koma efninu í verð enda ekki vitað til þess að hann standi í stórframkvæmdum á heimili sínu.

Eldar í rénun

Bálið á Mýrum er heldur í rénun að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi. Þrátt fyrir að talsverður eldur logi en á svæðinu eru slökkviliðsmenn vongóðir um að það takist að halda eldi frá mannvirkjum og byggðum bólum.

MA borgar tæpar 2 milljónir

Lára Stefánsdóttir, varaþingmaður Samfylkingar­innar í Norðausturkjördæmi og fulltrúi flokksins í útvarpsráði, segir RÚV mismuna þátttakendum í Gettu betur eftir búsetu.

Sjá næstu 50 fréttir