Innlent

Matarslagur í Fífunni

MYND/Stefán Karlsson

Í dag verður slegist um hver gerir besta matinn, besta kaffið og hver framreiðir bestu ostrurnar. Íslandsmeistaramót kaffibarþjóna, álfukeppni matreiðslumeistara, ostrukeppni matreiðslumanna og matreiðslukeppni barna er meðal þess sem fram fer á síðasta degi hinnar lystaukandi matarhátíðar Matur 2006 sem fram fer í Fífunni í Kópavogi.

Flottustu básarnir á hátíðinni voru verðlaunaðir í gær og fengu Baco-Ísberg verðlaun í flokki stórra bása, Maður lifandi í flokki lítilla bása, auk þess sem Norðlenski básinn fékk sérstök verðlaun. Þar sýna matvælaframleiðendur við Eyjafjörð afurðir sínar allir saman en það mun í fyrsta skipti sem þeir sameina krafta sína á þennan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×