Innlent

Allmargir féllu fyrir aprílgabbi NFS

Allmargir forvitnir Reykvíkingar óku fram hjá Austurvelli í gærkvöld í von um að sjá þar hundruð nakinna fyrirsæta liggjandi í ljósmyndatöku hjá Spenser Tunic fyrir plötuumslag Stuðmanna. Ekki bar mikið á nektinni enda á ferðinni aprílgabb NFS.

Í fréttum NFS í gærkvöld var sagt frá því að til stæði að reyna að þekja Austurvöll með nöktum kroppum Reykvíkinga til að fanga þá á ljósmynd fyrir hinn heimsfræga listamann Spencer Tunic, sem frægur er fyrir hópnektarmyndatökur víða um heim. Var sagt að þetta væri myndataka í samstarfi við Stuðmenn sem fengju þar með mynd á forsíðu plötuumslags á nýjustu plötu sveitarinnar en þar áttu að vera á ferðinni fyrstu upptökur með sveitinni frá því senmma á áttunda áratugnum. Talið var að upptökurnar hefðu glatast í bruna í London en komu í leitirnar og var hægt að bjarga þeim. Hinir nöktu voru boðaðir á Asutrvöll klukkan átta í gær. Fréttamaður NFS var á staðnum og var ljóst að um þetta leiti var mikið rennerí af akandi fólki framhjá Asuturvelli og margir að skima eftir hinum nöktu fyrirsætum. Engin striplingur sást þó hafa mætt - enda hefði það verið varasamt á þessu svala köldi. NFS hitti þó fyrir aldraðan mann sem beið eftir viðburðinum og sagðist aðspurður ekki ætla að missa af þessari listrænu töku og fylltist hann miklum vonbrigðum þegar í ljós kom að þetta var saklaust aprílgabb.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×