Innlent

Íbúar í Reykjanesbæ greiða lægstu fasteignaskattana

Mynd/Vísir

Tekjur af fasteignasköttum á hvern íbúa eru lægstar í Reykjanesbæ samkvæmt útreikningum ASÍ. Greint er frá þessu á heimasíðu Reykjanesbæjar. Samanburður ASÍ nær til átta stærstu sveitarfélaga landsins og borin voru saman árin 2003 til 2006. Íbúar í Reykjanesbæ greiða því lægri fasteingaskatt í krónum talið en þau sveitarfélög sem samanburðurinn náði til, þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats og fasteignagjalda á síðustu þremur árum. Samkvæmt tekjuáætlun sveitarfélaganna fyrir árið 2006 munu íbúar í Reykjanesbæ halda áfram að greiða lægstu fasteignaskattana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×