Innlent

Íslendingar í aprílútrás: Reisa óperhús í Danmörku

Óperuhúsið í Kaupmannahöfn.
Óperuhúsið í Kaupmannahöfn. MYND/Pjetur
Sagt var frá í Berlingske Tidende í gær að íslenskur fjárfestingasjóður hygðist reisa óperuhús í Kaupmannahöfn, rétt hjá danska óperuhúsinu.

Í fréttinni kemur fram að forsvarsmenn borgarinnar og óperunnar séu hæstánægðir með framtakið. Rætt er við konu að nafni Hildur Ámolsdóttir frá den islandske fond Saga Fairytales Holding sem tjáði sig um framtak íslensku útrásarmannana sem að baki þessu standa.

Kom svo á daginn að um apríl­gabb var að ræða. Ekki er vitað hvort íslenskir fréttaritarar í Kaupmannahöfn séu enn að leita að Hildi Ámolsdóttur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×