Innlent

Jeppi brann á Hellisheiði

Land Rover jeppi brann til kaldra kola á Hellisheiði, rétt undir Skarðsmýrarfjalli, um tvöleytið í dag. Ökumaður og farþegi fundu mikla bensínlykt og fóru út úr bílnum til að gá hverju sætti. Blossaði þá upp mikill eldur undir vélarhlífinni og er bíllinn ónýtur eftir, en fólkið sakaði ekki. Eldsupptök eru óljós en líklegt er talið að kviknað hafi í út af bensínleka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×