Innlent

Bílvelta við Mýrdalsjökul

Jeppi valt á veginum upp að Mýrdalsjökli um hádegisbil í dag. Ökumaður var einn í bílnum, sem fór einn og hálfan hring. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkrabíl en mun þó ekki hafa slasast alvarlega. Líklegt er talið að vegkanturinn hafi gefið sig eða að eitt hjól hafi lent út af kantinum og bíllinn þannig tapað jafnvæginu og oltið niður.

Ökumaður var í samfloti með tveimur öðrum jeppum en vitað er að ekki var um neina ölvun að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×